Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)

44. fundur 04. apríl 2011 kl. 16:00 - 18:00 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Þór Valsson formaður
  • Magnús Freyr Ólafsson varaformaður
  • Bergþór Helgason aðalmaður
  • Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri Skipulags- og umhverfisstofu
  • Runólfur Sigurðsson byggingarfulltrúi
  • Guðný Jóna Ólafsdóttir fulltrúi deildarstjóra
Fundargerð ritaði: Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Langisandur - útivistarsvæði.

1007074

Bæjarstjórn Akraness hefur falið skipulags- og umhverfisnefnd að skoða framkomnar hugmyndir um útivistaraðstöðu á Jaðarsbökkum og Langasandi.

Skipulags- og umhverfisnefnd felur framkvæmdastjóra að afla frekari upplýsinga um hugmyndir sem Bjarni Jónsson og Haraldur Sturlaugsson hafa lagt fram.

2.Dagur umhverfisins 2011.

1003067

Bréf frá Umhverfisráðuneytinu um "Dag umhverfisins".

Skipulags- og umhverfisnefnd felur framkvæmdastjóra að hafa samband við Skógræktarfélag Akraness um mögulegan viðburð í tilefni dagsins.

3.Samráðsfundur Skipulagsstofnunar og sveitarfélaga

1104006

Tilkynning um samráðsfund sem haldinn verður 19. og 20. maí n.k.

Lagt fram.

4.Endurskoðun aðal- og deiliskipulags á Akranesi

1012111

Umfjöllun um tillögu að lýsingu skipulagsáætlunar -verkáætlun

Gylfi Guðjónsson arkitekt fór yfir tillögu að lýsingu skipulagsáætlunar.

Nefndin stefnir að íbúafundi fljótlega eftir páska þar sem verkefnið verður kynnt.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00