Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)
Dagskrá
1.Ísland - líkan í þrívídd - samstarf
1403123
Ketill M Björnsson mætir á fundinn og kynnir hugmynd sína af þrívíddar líkani af Íslandi á Sementsverksmiðjureit.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í hugmyndir Ketils. Nefndin leggur til að málið verði unnið áfram og kynnt íbúum sem fyrst í ferlinu. Áður en svæðinu verði endanlega úthlutað verði horft til jafnræðissjónarmiða.
2.Smiðjuvellir 24 - endurnýjun byggingarleyfis rafmagnsaðveitustöðvar.
1404139
Lagt fram til kynningar.
3.Hafnarbraut 3 / HB Grandi - fyrirspurn
1309027
Niðurstaða hljóðmælinga Mannvits frá kæliviftum á Hafnarbraut 3, dags 20.12.2013.
Bréf dags. 14. apríl 2014 frá Advel lögmönnum f.h. HB Granda hf.
Bréf dags. 14. apríl 2014 frá Advel lögmönnum f.h. HB Granda hf.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að aflað verði frekari upplýsinga um málið.
4.Deiliskipulagsbreyting - Þjóðbraut 1
1403195
Breyting á skipulagsskilmálum.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að grenndarkynnt verði fyrir eigendum Þjóðbrautar 1 í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fundi slitið - kl. 18:45.