Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)
Dagskrá
1.Langisandur - útivistarsvæði.
1007074
Bæjarstjórn ákvað á fundi sínum þ. 22. mars að fela skipulags- og umhverfisnefnd að skoða framkomnar hugmyndir um útivistaraðstöðu á Jaðarsbakkasvæðinu og Langasandi og leggja tillögur þar að lútandi fyrir bæjarstjórn.
2.Endurskoðun aðal- og deiliskipulags á Akranesi
1012111
Viðræður við fulltrúa í reiðveganefnd Hestamannafélagsins Dreyra.
Fulltrúum Hestamannafélagsins voru kynntar þær áherslur sem skipulags- og umhverfisnefnd hefur lagt í þeirri endurskoðun sem nú er hafin á gildandi aðalskipulagi kaupstaðarins og tengjast skipulagi göngu- og reiðleiða. Óskað var eftir því að félagið legði fram við fyrsta tækifæri sína framtíðarsýn varðandi reiðleiðir innan sveitarfélagsins þannig að nefndin gæti tekið mið af hagsmunum og sjónarmiðum hestaeigenda strrax í ummhafi þeirrar vinnu sem framundan er.
Fundi slitið - kl. 18:10.
Elín G. Gunnlaugsdóttir mætti til fundar við nefndina kl. 16:00 og kynnti hugmyndir sínar og greinargerð um uppbyggingu aðstöðu fyrir sjósund o.fl. á Jaðarsbökkum.
Kl. 17:00 mættu Haraldur Sturlaugsson, Ingibjörg Pálmadóttir, Unnar Karl Halldórsson og Jón Bjarni Gíslason á fund nefndarinnar og skýrðu fyrir nefndinni hugmyndir um byggingu sólpalls, vaðlaugar og aðstöðu henni tengdri við vesturhlið áhorfendastúku á Jaðarsbökkum.
Nefndin ákvað að taka málið til frekari umfjöllunar á næsta fundi sem haldinn verður að viku liðinni.