Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)
Dagskrá
1.Landsskipulagsstefna
1111016
Kynning Skipulagsstofnunar á samráðsvettvangi um mótun landsskipulagsstefnu.
2.Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs.
1109197
Bréf frá Umhverfisráðuneytinu þar sem gefinn er kostur á að koma að vinnu við útgáfu landsáætlunar um meðhöndlun úrgangs og innleiðingar á rammatilskipun um úrgang.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur framkvæmdarstjóra skipulags- og umhverfisstofu afgreiðslu málsins.
3.Miðbær 1 - umsókn um lóð
1110149
Framkvæmdastjóri kynnti þær athuganir sem hann hefur gert á umræddri lóð með tilliti til rýmis, aðkomuleiða o.fl. en flest bendir til þess að unnt sé að koma sjálfsafgreiðslu fyrir eldsneyti á þessu svæði.
Nefndin felur framkvæmdastjóra að skoða nánar nokkur atriði sem fram komu í umræðum á fundinum.
4.Vatnasvæðisnefnd - tilnefning
1110260
Var til umfjöllunar á síðasta fundi nefndarinnar.
Skipulags- og umhverfisnefnd tilnefnir Guðmund Valsson formann sem fulltrúa í nefndina.
5.Umsókn um svæði - Blómalundur 4 og Baugalundur 7, 9 og 11
1109211
Einkahlutafélagið Þitt val ehf. óskar eftir að fá útlutað tilteknum lóðum í Lundahverfi til að byggja þjónustuíbúðir með þjónustukjarna fyrir 67 ára og eldri.
Skipulags- og umhverfisnefnd getur ekki fallist á að umrætt svæði henti fyrir þá starfsemi sem um er beðið.
Magnús Freyr vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
6.Skipulagsreglugerð - umsögn
1107063
Bréf Umhverfisráðuneytisins, dags. 3. nóv. s.l. um drög að skipulagsreglugerð.
Framkvæmdastjóra falið að leita samráðs við samtök sveitafélaga vegna umsagnarinnar.
Fundi slitið - kl. 18:00.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að framkvæmdarstjóri skipulags- og umhverfisstofu verði tilnefndur sem fulltrúi á samráðsvettvangi um landsskipulagsstefnu.