Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)

76. fundur 15. október 2012 kl. 16:00 - 18:30 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Þór Valsson formaður
  • Magnús Freyr Ólafsson varaformaður
  • Bergþór Helgason aðalmaður
  • Sigurður V Haraldsson aðalmaður
  • Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri Skipulags- og umhverfisstofu
  • Runólfur Sigurðsson byggingar- og skipulagsfulltrúi
  • Reynir Þór Eyvindsson aðalmaður
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
  • Íris Reynisdóttir garðyrkjustjóri
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Holtsflöt 7 breytingar innbyrðis

1210068

Afgreiðsla til kynningar.

Lagt fram.

2.Gamli vitinn umsókn um að steypa nýja stétt við vitann.

1210098

Afgreiðsla til kynningar

Lagt fram.

3.Merkigerði 9, breytt notkun á kyndistöð og klæðning.

1210097

Afgreiðsla til kynningar

Lagt fram.

4.Skýrsla um ferlimál 2012

1210103

Skýrsla byggingar- og skipulagsfulltrúa um ferlimál stofnana og verslunar- og þjónustubygginga á Akranesi.

Nefndin fagnar útgáfu skýrslunnar og skorar á bæjaryfirvöld að hafa skýrsluna til hliðsjónar við fjárhagsáætlunargerð komandi árs. Nefndin leggur til að nauðsynlegar aðgerðir í skýrslunni vegna stofnana sveitarfélagsins verði kostnaðarmetnar og þeim forgangsraðað.

5.Ferðaþjónusta á Akranesi

1209082

Bréf bæjarráðs dags. 8. okt. sl. þar sem óskað er eftir umsögn nefndarinnar á hugmyndum um hótelbyggingu.

Nefndin tekur jákvætt í hugmyndir um byggingu hótels, en getur ekki tekið afstöðu til þeirrar staðsetningar sem getið er um í skýrslunni fyrr en frekari upplýsingar liggja fyrir, má þar nefna t.d. rýmisþörf byggingar, hæð, bílastæði og fleira. Einnig bendir nefndin á að samkvæmt gildandi aðalskipulagi er hverfisvernd á Langasandi sem setur vissar takmarkanir á framkvæmdir á svæðinu.

6.Aðalskipulag Akraness 2011, endurskoðun.

1012111

Bréf Dreyra dags. 17.09.2012 varðandi úrbætur í reiðvegamálum í landi Akraneskaupstaðar.

Erindinu er vísað í vinnu við endurskoðun aðalskipulags.

7.Landsskipulagsstefna

1208016

Bréf Skipulagsstofnunar dags 24. sept. 2012, varðandi umsögn um tillögu að landsskipulagsstefnu 2013-2024 og umhverfisskýrslu.

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00