Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)
Dagskrá
1.Deiliskipulagstillaga - Veitingastaður við Jaðarsbakka
1303002
Umræða um áframhaldandi aðgerðir í kjölfar auglýsingar um skipulagsáætlun sem hefur verið í auglýsingarferli.
2.Bárugata 8-10 umsókn um að setja upp kolsýrutank
1306161
Lagt fram til kynningar
3.Vogabraut 28 umsókn um breytingu á veggjum og gluggasetningu á sólstofu.
1306094
Lagt fram til kynningar
4.Akursbraut 5 umsókn um heimild til að fara með lögn yfir lóðina að Hafnarbraut 2
1306181
Umsókn OR um heimild til að fara með 100mm hitavatnslögn yfir lóðina Akursbraut 5 frá Suðurgötu að Hafnarbraut 2 við hlið eldri lagnar.
Skipulags- og umhverfisnefnd setur sig ekki á móti þessari lagnaleið og að kvöð verði sett á þessa lagnaleið í því skipulagsferli sem lóðin er í. Nefndin bendir á að framkvæmdarleyfi er einnig háð samþykki lóðarhafa á Suðurgötu 16.
5.Aðalskipulag Akraness 2011, endurskoðun.
1012111
Umræða um þau atriði sem komu fram á kynningarfundi um aðalskipulagstillöguna sem haldinn var þann 29.05 s.l.
Málin rædd. Ákveðið að boða talsmenn Faxaflóahafna og bæjarstjórn til fundar til að fara yfir forsendur landfyllingarinnar.
6.Hafnarbraut 2-4 umsókn um endurnýjun og styrkingu plötu í þróarhúsi
1306182
Lagt fram til kynningar.
7.Bakkatún - ósk um hraðahindrun
1306155
Kvörtun frá íbúum Bakkatúns vegna aukningar á þungaflutningum og hraðaaukningar á umferð um götuna.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að settur verði upp umferðagreinir til mælingar á umferðarmagni og hraða á götunni.
8.Umhverfisviðurkenning 2013
1305020
Farið yfir tilnefningar
Skipulags- og umhverfisnefnd fór yfir tilnefningar. Ákveðið að farið verði í vettvangsheimsóknir þann 15 júlí n.k.
Fundi slitið - kl. 18:40.
Byggingar- og skipulagsfulltrúa ásamt formanni nefndarinnar er falið að ræða við málshefjanda í samræmi við umræður á fundinum. Sigurður Haraldsson vék af fundi.