Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)
Dagskrá
1.Háteigur 1 - bygging bílskúrs
1009008
Breytingin var grenndarkynnt og rann athugasemdafrestur út þann 23.febrúar s.l. Engar athugasemdir bárust.
2.Umhverfisvöktun iðjuveranna á Grundartanga
1005102
Bréf Heilbrigðiseftirlits Vesturlands dags. 28.febrúar 2011.
Lagt fram til kynningar.
3.Grænn Apríl - kynning
1102352
Lagt fram til kynningar.
4.Vefur Umhverfisstofnunar og birting eftirlitsskýrslna
1102335
Bréf Umhverfisstofnunar dags. 21.febrúar s.l. þar sem kynntur er nýr vefur Umhverfisstofnunar.
Lagt fram til kynningar
5.Fundargerðir verkefnastjórnar um aukna hagsmunagæslu íslenskra sveitarfélaga á sviði úrgangsmála.
1102068
16. fundargerð verkefnisstjórnar um aukna hagsmunagæslu íslenskra sveitarfélaga á sviði úrgangsmála 3. desember 2010.
Lagt fram til kynningar.
6.Veitingastaðurinn Humarskipið - umsókn um aðstöðu
1102053
Umsókna Gunnars Leifs Stefánssonar fyrir veitingastaðinn Humasskipið í höfninni á Akranesi.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við að Faxaflóahafnir veiti Humarskipinu leguleyfi í Akraneshöfn enda beri Akraneskaupstaður ekki kostnað af þeim framkvæmdum sem þörf er á. Nefndin leggur jafnframt til að byggingarfulltrúi veiti stöðuleyfi til eins árs í senn og áskilinn verði snyrtilegur frágangur.
7.Kirkjubraut 39 - sjálfsafgreiðslustöð
1102290
Tölvupóstur Heilbrigðiseftirlits Vesturlands dags. 25. febrúar s.l. ásamt uppdrætti af fyrirhugaðri sjálfsafgreiðslustöð.
Uppdrættir af sjálfsafgreiðslustöðinni lagðir fram ásamt upplýsingum frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands.
Byggingarfulltrúa falið að ganga frá málinu.
8.Ársfundur Umhverfisstofnunar 25. mars 2011
1103039
Tölvupóstur Umhverfisstofnunar þar sem tilkynnt er að ársfundur stofnunarinnar verði haldinn á Grand Hótel 25. mars n.k. og hefst hann kl. 13:00. Boðskort og dagskrá send síðar.
Lagður fram.
Fundi slitið - kl. 17:30.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.