Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)
1.Jaðarsbraut 25, umsókn um stiga niður á lóð af bílastæði.
906046
Gjöld kr. 11.514,-
Bókun byggingarfulltrúa:
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 05.06.2009
2.Ægisbraut 13B. stöðuleyfi fyrir geymslugám
906163
Gjöld kr. 23.028,-
Bókun byggingarfulltrúa:
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 26.06.2009
Stöðuleyfi gildir í eitt ár og skal þá endurnýjað.
Gámurinn skal vera snyrtilegur og málaður.
Heimilt er að setja gáminn niður þegar ofangreind gjöld eru greidd.
Lagt fram.
3.Húsverndarsjóður 2009
904107
Á grundvelli umsagna forstöðumanns Byggðasafns Akraness og nærsveita og Guðmundar Lúthers Hafsteinssonar arkitekts, leggur Skipulags- og umhverfisnefnd til við bæjarstjórn að styrkur að upphæð kr. 500.000,- verði veittur eigendum að Deildartúni 3. Nefndin setur það skilyrði fyrir úthlutuninni að haft verði samráð við byggingarfulltrúa um allar breytingar og tæknilegar lausnir sem notaðar verða við endurbæturnar.
4.Krókatún - Deildartún, deiliskipulag
810182
Ein athugasemd barst frá eigendum Deildartúns nr. 10 um byggingarreit fyrir bílgeymslu á lóðinni.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í óskina og felur framkvæmdastjóra að kynna eigendum Deildartúns 8 og Krókatúns 11 málið.
5.Heiðarbraut 40 - fyrirspurn um stækkunarmöguleika
902230
Framkvæmdastjóra falið að ræða við aðila varðandi byggingarmagn, hæð bygginga og bílastæði.
6.Gangbrautarljós á Ketilsflöt
906167
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að sett verði upp tvenn gönguljós á Ketilsflöt ásamt nauðsynlegum hraðahindrunum. Byggt er m.a. á umferða- og hraðamælingu sem fram fór dagana 25. og 26. júní 2009 þar sem yfir 70% ökutæja óku yfir 50km hámarkshraða. Unnið er að kostnaðarmati vegna framangreindrar tillögu hjá Framkvæmdastofu og verður hún lögð fyrir bæjarráð um leið og hún liggur fyrir.
7.Samkeppni um nafn á hringtorgum.
905071
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að verðlaun fyrir nafn á hverju hringtorgi verði kr. 20.000,-. Verði fleiri en ein tillaga með sama nafni fyrir valinu skal dregið úr innsendum tillögum.
Hringtorg nr. 1 - fyrir valinu varð Hausthúsatorg. Höfundur tillögu var Jón Trausti Hervarsson Vallarbraut 10.
Hringtorg nr. 2 - fyrir valinu var Esjutorg. Höfundur tillögu var Ásta G Ásgeirsdóttir, Skarðsbraut 19. (Dregið var úr 7 tillögum)
Hringtorg nr. 3 - fyrir valinu var Bresatorg. Höfundur tillögu var Tómas Guðmundsson Jörundarholti 6. (Dregið var úr 8 tillögum)
Hringtorg nr. 4 - fyrir valinu var Kalmanstorg. Höfundur tillögu var Halldóra Jónsdóttir Reynigrund 26. (Dregið var úr 10 tillögum).
Hringtorg nr. 5 - fyrir valinu var Faxatorg. Höfundur tillögu var Hegi Patryk Jónsson Suðurgötu 52. (Dregið var úr 5 tillögum).
Skipulags- og umhverfisnefnd vill þakka þeim sem þátt tóku í samkeppninni, en alls bárust 42 tillögur frá 18 einstaklingum.
Fundi slitið.
Lagt fram.