Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)

32. fundur 04. október 2010 kl. 16:00 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Skipulagsreglugerð - ábendingar sveitarstjórna

1009083

Bréf bæjarráðs dags. 17. september 2010 þar sem óskum Skipulagsstofnunar, dags. 10. sept. 2010 varðandi ábendingar sveitarstjórna vegna gerðar nýrrar skipulagsreglugerðar er vísað til nefndarinnar. Ábendingar óskast sendar Heiðari Þorsteinssyni, lögfræðingi hjá Skipulagsstofnun, fyrir 15. okt. 2010.

Framkvæmdastjóra falið að hafa samband við Samband íslenskra sveitarfélaga um samráð og ráðgjöf vegna umsagnar.

Niðurstaðan verði send nefndarmönnum til umfjöllunar.

2.Aðalskipulag - endurskoðun

801023

Umfjöllun um endurskoðun aðalskipulags.

Samkv. skipulags- og byggingarlögum skal að loknum sveitarstjórnarkosningum tekin ákvörðun um hvort ástæða sé til að endurskoða gildandi aðalskipulag.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulag verði endurskoðað með sérstöku tilliti til breyttra forsendna í samfélaginu.

3.Vesturgata 113b - stækkun lóðar og deiliskipulagsbreyting

1010002

Bréf Ragnars Ragnarssonar hjá Plan-teiknistofu f.h. lóðarhafa þar sem hann óskar eftir stækkun á lóð við Vesturgötu 113b að göngustíg og einnig óskar hann eftir deiliskipulagsbreytingu svo hægt verði að byggja nýja bílgeymslu norðanmegin við núverandi bílgeymslu. Þak nýrrara bílgeymslu verði notað sem svalir fyrir 2. hæð hússins.

Umsækjandi óskar eftir stækkun á lóð fram að fyrirhuguðum göngustíg og stærð lóðarskikans er um 102 m2. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarráð að orðið verði við beiðninni um lóðarstækkun. Að því gefnu að lóðarstækkun fáist, samþykkir nefndin að heimila umsækjanda að láta vinna og leggja fram breytingartillögu á gildandi deiliskipulagi.

4.Smiðjuvellir 32 - tenging við Þjóðbraut

1008040

Ákvörðun um stöðvunarskyldu á umferð frá Smiðjuvöllum 32 inn á Þjóðbraut.

Nefndin samþykkir að tillögu framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu að stöðvunarskilda skuli vera á umferð af lóðinni nr. 32 við Smiðjuvelli út á Þjóðbraut.

5.Ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefndar sveitarfélaga árið 2010.

1009122

Tilkynning Umhverfisstofnunar um ársfund þ. 29. okt. n.k.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarráð að Guðmundur Þór Valsson formaður nefndarinnar, Magnús Freyr Ólafsson nefndarmaður og Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri sæki fundinn.

6.Vogabraut 48, umsókn um viðbyggingu

1009124

Vísun frá byggingarfulltrúa, um hvort leyft verði að byggja við húsið samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Halldórs Stefánssonar tæknifræðings. Eignin er í óskipulögðu hverfi. Samþykki lóðarhafa raðhússins liggur fyrir

Nefndin leggur til að breytingin verði grenndarkynnt fyrir íbúum við Vogabraut 32, 34, 36 og 38.

7.Umsókn um skilti við Hausthúsatorg

1009133

Vísun frá Byggingarfulltrúa. Umsókn Gamla Kaupfélagsins um að fá að setja upp auglýsingarskilti við Hausthúsatorgið að norðanverðu. Skilti þetta yrði málað og er stærð þess 3m x 1,5m

Nefndarmenn gera sér grein fyrir mikilvægi auglýsingaskilta fyrir fyrirtæki og félagasamtök en geta ekki orðið við beiðninni um varanlegt skilti að svo stöddu en samþykkir stöðu skiltis til bráðabyrgða í tvo mánuði meðan unnið er að varanlegri lausn. Frágangur og staðsetning skal vera í samráði við byggingarfulltrúa.

Nefndin felur framkvæmdastjóra að gera tillögu að lausn á auglýsingaskiltum í bæjarlandinu til að verða við þeirri þörf sem talin er vera fyrir auglýsingar. Nefndin gerir það að tillögu sinni að haldinn verði fundur með hagsmunaaðilum um málið.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00