Skipulags- og umhverfisnefnd (2009-2014)
1.Hafnar- og Breiðarsvæði, deiliskipulag
1003080
2.Tjaldsvæðið í Kalmansvík
810044
Framkvæmdastjóri kynnti drög að nýju deiliskipulagi og greinargerð. Nefndin felur framkvæmdastjóra að vinna áfram að málinu og leggja fram nýjar tillögur á næsta fundi.
3.Garðavöllur - deiliskipulag
1004121
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 2. mgr. 26 gr. skipulags- og byggingarlaga númer 73/1997.
4.Garðatún - útivistarsvæði
1004043
Skipulags- og umhverfisnefnd fagnar umræðu um skipulag útivistarsvæðis og fólkvangs frá Garðalundi um safnasvæði og með tengingu niður á Langasand. Nefndin leggur til að framkvæmdastjóri Skipulags- og umhverfisstofu geri tillögu um afmörkun svæðisins sem vinna skal með og komi því í ferli einskonar rammaskipulags. Nefndin leggur áherslu á samráð við íbúa og hagsmunaaðila við stefnumótun fyrir svæðið.
5.Þjóðbraut 1 - aðgengismál
910098
Skipulags- og umhverfisnefnd hafnar tvöfaldri innkeyrslu skv. meðfylgjandi ljósriti úr teikningu. Nefndin felur framkvæmdastjóra og byggingarfulltrúa að ganga frá tillögu að einfaldri innkeyrslu í samræmi við umræður á fundinum og uppdrætti Akraneskaupstaðar frá 4. febrúar 2010 sem samræmist gildandi deiliskipulagi.
Fundi slitið.
Framkvæmdastjóri Skipulags- og umhverfisstofu kynnti vinnu Faxaflóahafna við deiliskipulag Hafnarsvæðisins á Grenjum.