Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
1.Deiliskipulag - ferill mála.
1310184
Farið yfir stöðu skipulagsmála.
Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir stöðu skipulagsmála.
2.Aðalsk.breyting - Þjóðvegur 13-15
1411099
Kynning á stöðu vinnu vegna breytinga á aðalskipulagi.
Garðyrkjustjóri kynnti breytingar á aðalskipulagi m.t.t. þeirrar starfsemi sem fyrirhuguð er á svæðinu.
3.Deilisk. Þjóðvegur 13 - 15
1402153
Kynning að vinnu við nýtt deiliskipulag.
Garðyrkjustjóri fór yfir tillögu að nýju deiliskipulagi á svæðinu.
4.Deilisk.- Breiðarsvæði lóðir HB Granda hf.
1501399
Kynning á frumdrögum að breytingu á deiliskipulagi.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti frumdrög að breytingu á deiliskipulagi Breiðarsvæðis er tekur til lóða Breiðargötu 8B og Suðurgötu 7.
5.Skólabraut 30, fyrirspurn um stækkun á húss
1501354
Fyrirspurn Runólfs Þ Sigurðssonar um álit ráðsins á að stækka Skólabraut 30.
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið.
6.Sjóður - styrkir til viðhalds fasteigna á Akranesi.
1411188
Tillaga að reglum fyrir sjóðinn.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi reglur og leggur til að þeim verði vísað til bæjarráðs.
7.Starfshópur um Breið
1409230
Fundargerð nr. 5 og 6.
Fundargerðir lagðar fram.
8.Starfshópur um Sementsreit
1409162
Fundargerðir nr. 4 og 5.
Fundargerðir lagðar fram.
9.Ketilsflöt - vandamál v. umferðar
1411200
Bréf dags. 25. nóv. 2014 frá leikskólastjóra Akrasels, ásamt ódagsettu bréfi frá sex íbúum í Skógarhverfi.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar fyrir ábendinguna og vísar málinu til starfshóps um umferðaröryggisáætlun.
10.Starfshópur um gerð umferðaröryggisáætlunar
1310152
Farið yfir stöðu máls.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að samið verði við Sigurð Helgason um úttekt og tillögur um úrbætur á umferðaröryggismálum.
11.Framkvæmdaáætlun 2015 - ráðstöfun fjármuna
1411071
Lögð fram tillaga að framkvæmdaáætlun 2015.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi framkvæmdaáætlun 2015 og vísar henni til bæjarráðs. Samþykkt með tveimur atkvæðum (EB, VLJ), einn sat hjá (SJ).
Fundi slitið.