Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

12. fundur 21. maí 2015 kl. 16:00 - 19:00 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Einar Brandsson formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Kristín Sigurgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Karitas Jónsdóttir varaáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hildur Bjarnadóttir skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Merkigerði 9, skilti

1505094

Skipulags- og umhverfisráð leggst ekki gegn uppsetningu á skilti samkvæmt umsókn, en mælist til þess að umsækjandi endurskoði áform sín.

2.Vogabraut 26, endurnýjun lóðaleigusamnings

1505020

Málið kynnt.

3.Stekkjarholt 18, endurnýjun lóðaleigusamnings

1505021

Málið kynnt.

4.Ægisbraut 21 - umsókn um byggingarlóð

1504103

Skipulags- og umhverfisráð leggst gegn úthlutun lóða á Ægisbraut vegna yfirstandandi vinnu við endurskoðun á aðalskipulagi Akraness.

5.Ægisbraut 21 - umsókn um byggingarlóð

1504056

Skipulags- og umhverfisráð leggst gegn úthlutun lóða á Ægisbraut vegna yfirstandandi vinnu við endurskoðun á aðalskipulagi Akraness.

6.Brúarflöt 4, breyting á húsnúmeri

1502143

Skipulags- og umhverfisráð leggur til að samræmi verði á húsanúmerum á Brúarflöt 2 og 4. Þar sem Brúarflöt 2 númerast 2 og 2A skal Brúarflöt 4 númerast á sama hátt, 4 og 4A.

7.Kirkjubraut 33, eignaskiptayfirl. endurnýjun lóðaleigusamnings.

1408071

Skipulags- og umhverfiráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ganga frá málinu í samræmi við lög og reglur.

8.Baugalundur 20, umsókn um byggingarleyfi

1504030

Málið kynnt.

9.Viðhald fasteigna - úthlutun 2015

1503230

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir tillögu 1 frá skipulags- og byggingarfulltrúa um úthlutun styrkja vegna viðhalds fasteigna og falið að ganga frá endanlegum lista yfir umsækjendur sem hljóta úthlutun.

10.Leiksvæði í Skógarhverfi

1504136

Á fundinn mættu f.h. Hverfisráðs Skógarhverfis, Ásgeir Sævarsson, Karen Lind Ólafsdóttir, Andri Karvelsson og Anna Þóra Þorgilsdóttir.
Ráðið kynnti sameiginleg áform um hverfisgarð. Um er að ræða tilraunaverkefni um uppbyggingu hverfisgarða. Garðyrkjustjóra falið að vinna áfram að verkefninu.

11.Faxabraut 3 - leiga/sala á húsnæði

1401166

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að fela sviðstjóra skipulags- og umhverfissvið að ganga til samninga við Akranes Adventure Tours ehf. um leigu á húsnæði samkvæmt fyrirliggjandi tilboði.

12.Sólmundarhöfði 2, leiga húsnæðis.

1505064

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að auglýsa húsnæðið í samræmi við drög að auglýsingu.

13.Suðurgata 64, leiga húsnæðis

1505065

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að auglýsa húsnæðið til leigu, að hámarki til eins árs.

14.Hraðhleðslustöð á Akranesi

1407133

Kristján S. Gunnarsson kynnti breytingar á staðsetningu hraðhleðslustöðvar á lóð Dalbrautar 1. Skipulags- og umhverfisráð samþykkir nýja staðsetningu og fagnar framtakinu.

15.Höfðagrund - skemmdir á varnargarði

1505016

Skipulags- og umhverfisráð þakkar ábendinguna. Sviðstjóra skipulags- og umhverfissviðs falið að fylgja málinu eftir.

16.Starfshópur um gerð umferðaröryggisáætlunar

1310152

Þorvaldur Vestmann kynnti tillögu Starfshóps um gerð umferðaröryggisáætlunar um leyfilegan hámarkshraða á Akranesi. Skipulags- og umhverfisráð beinir því til starfshópsins að taka til athugunar ábendingar um lækkun hámarkshraða á Suðurgötu við Akratorg og á Kalmansvöllum. Óskað er eftir að starfhópurinn taki sérstaklega til skoðunar úrbætur við gangbrautir á Ketilsflöt við Akrasel.

17.Vorhreinsun 2015

1505066

Garðyrkjustjóri kynnti verkefnið og falið að skipuleggja framkvæmd verkefnisins.

18.Umhverfisverðlaun 2015

1505067

Garðyrkjustjóri kynnti fyrirhugað fyrirkomulag umhverfisverðlauna 2015. Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirkomulagið sem m.a. felur í sér að skipaður verði faghópur sem skili tillögum til skipulags- og umhverfisráðs, ásamt tillögum frá bæjabúum. Verðlaunaafhending verði á Írskum dögum. Skipulags- og umhverfisráð felur garðyrkjustjóra að fylgja málinu eftir.

Fundi slitið - kl. 19:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00