Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
1.Deiliskipulag - ferill mála.
1310184
Staða málsins kynnt.
2.Deilisk.- Breiðarsvæði, Hafnarbraut 3
1504140
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að leggja fram greinargerð um málið.
3.Deilisk.- Breiðarsvæði lóðir HB Granda hf.
1501399
Skipulags- og umhverfisráð þakkar fyrir upplýsandi og vel sóttan íbúafund um málefni HB Granda hf. á Akranesi. Skipulags- og umhverfisráð felur formanni ráðsins og sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að funda með forsvarsmönnum fyrirtækisins um stöðu málsins og næstu skref.
4.Suðurgata 25-byggingarleyfi-fjarlægja fjárhús og setja skjólvegg
1505151
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi hugmyndir.
5.Esjubraut 6- innkeyrsla
1505161
Skipulags- og umhverfisráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að svara erindinu samkvæmt umræðum á fundinum.
6.Aðalsk.breyting - Þjóðvegur 13-15
1411099
Aðalskipulagsbreytingin var auglýst frá og með 27. apríl til 12. júní 2015. Engar athugasemdir bárust.
Aðalskipulagsbreytingin var auglýst samkvæmt 31 gr. skipulagslaga nr. 123/2010, frá 27. apríl til 12. júní 2015. Engar athugasemdir bárust. Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til umsagnar og auglýsingar.
7.Deilisk. - Miðvogslækjarsvæði, Þjóðvegur 13 - 15
1402153
Deiliskipulagið var auglýst samkvæmt 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr 123/2010, frá 27. apríl til 12. júní 2015. Engar athugasemdir bárust. Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og send Skipulagstofnun til umsagnar.
8.Fundargerðir 2015 - starfshópur um Sementsreit
1501214
Lagt fram til kynningar.
9.Sólmundarhöfði 2, leiga húsnæðis.
1505064
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðstjóra að vinna málið áfram.
10.Framkvæmdaáætlun 2015 - ráðstöfun fjármuna
1411071
Garðyrkjustjóri kynnti framkvæmdir á Breiðinni. Sviðstjóri fór yfir stöðu framkvæmda.
11.Dalbraut 6-girðing
1506063
Sviðstjóra falið að afgreiða málið í samræmi við umræður á fundinum.
12.Skipulags- og umhverfissvið - fjárhagsáætlun 2016,
1506064
Sviðsstjóri kynnti málið.
13.Jaðarsbakkar - breyting á bílastæðum
1411197
Eftirfarandi tilboð bárust:
Skóflan hf. kr. 11.668.000
Vélaleiga Halldórs Sigurðssonar kr: 11.402.700
Þróttur ehf. kr. 10.061.975
Kostnarðaráætlun kr. 8.528.500
Sviðsstjóri falið að ræða við lægstbjóðanda.
Skóflan hf. kr. 11.668.000
Vélaleiga Halldórs Sigurðssonar kr: 11.402.700
Þróttur ehf. kr. 10.061.975
Kostnarðaráætlun kr. 8.528.500
Sviðsstjóri falið að ræða við lægstbjóðanda.
14.Smáraflöt - ákall um úrbætur
1505122
Erindinu vísað til Starfshóps um umferðaröryggi.
15.Esjubraut - óskir um hraðahindrun
1506083
Sviðsstjóra falið að hafa samband við forsvarsmenn flutningsfyrirtækja að beina umferð með þungaflutninga að og frá hafnarsvæði um Faxabraut. Erindinu er að öðru leiti vísað til starfshóps um umferðaröryggi.
Fundi slitið - kl. 18:50.