Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

16. fundur 20. ágúst 2015 kl. 16:00 - 19:00 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Einar Brandsson formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Kristín Sigurgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Karitas Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Björn Guðmundsson varamaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Hildur Bjarnadóttir skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Umhverfisverðlaun 2015

1505067

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir tillögu starfshóps um umhverfisviðurkenningar. Ráðið vill þakka starfshópnum vel unnin störf en í honum sátu Drífa Gústafsdóttir, Helena Guttormsdóttir, Kristbjörg Traustadóttir, Jón Þór Guðmundsson og Íris Reynisdóttir garðyrkjustjóri.

2.Mat á umhverfisáhrifum - C flokkur

1506026

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að annast fyrir sína hönd ákvarðanir um framkvæmdir í flokki C um mat á umhverfisáhrifum sbr. 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 2. mgr. 6 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.HVE - húsnæði vegna sjúkraflutninga

1505088

Sviðsstjóri kynnti hugmyndir HVE varðandi húsnæðismál er tengjast sjúkraflutningum og slökkviliði.

4.Skipulags- og umhverfissvið - fjárhagsáætlun 2016,

1506064

Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að leggja fram breytingar á starfsáætlun á næsta fundi ráðsins í samræmi við umræður á fundinum.

5.Kirkjubraut 33, eignaskiptayfirl. endurnýjun lóðaleigusamnings.

1408071

Málið rætt.

6.Reglur um stöðuleyfi á lóðum.

1508278

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi reglur um stöðuleyfi og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

7.Reglur um umgengni á lóðum

1508105

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi reglur um umgengni á lóðum og vísar þeim til umsagnar hjá heilbrigðisnefnd Vesturlands.

8.Deilisk. Skógarhverfi 2. áfangi breyting á deiliskipulagi

1508104

Einar Brandsson vék af fundi undir þessum lið.

Fyrir liggja hugmyndir um breytingar á skipulagi í Skógarhverfi 2. áfanga en þær eru eftirfarandi:

a Nýtingarhlutfalli einbýlishúsa verði breytt úr 0.5 í 0.35.
b Tveimur parhúsalóðum og einni raðhúsalóð við Blómalund 1-13, verði breytt í fjórar parhúsalóðir.
c Fjölbýlishúsalóðum við Akralund 8, 10, 12 og 14 verði breytt í fjórar parhúsalóðir.
d Sex einbýlishúsalóðum við Baugalund 1, 3, 5, 7, 9 og 11 verði breytt í fjórar parhúsalóðir.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að breyta nýtingarhlutfalli einbýlishúsa í Skógarhverfi 2 úr 0.5 í 0.35. Lagt er til við bæjarstjórn að breytingin verði kynnt skv. 1.mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í hugmyndir um skipulagsbreytingu í samræmi við liði b, c og d.



9.Deilisk. - Dalbraut-Þjóðbraut, Dalbraut 6

1405059

Skipulags- og umhverfisráð felur skipulags- og umhverfissviði að koma með hugmyndir að mögulegum breytingum deiliskipulagsins m.a. með tilliti til nýtingarhlutfalls á svæðinu.

10.Kirkjubraut 1 - fyrirspurn að byggja ofan á húsið

1508022

Málin rædd.
Einar Brandsson vék af fundi undir þessum lið.

Málið kynnt.

11.Brekkubraut 31, endurnýjun lóðaleigusamnings

1508129

Málið kynnt.

12.Vesturgata 139, endurnýjun lóðaleigusamnings

1508164

Málið kynnt.

13.Esjubraut 16, endurnýjun lóðaleigusamnings

1508183

Málið kynnt.

14.Suðurgata 64, leiga húsnæðis

1505065

Málið kynnt.

15.Starf - verkefnastjóra á skipulags- og umhverfissviði

1507047

Sviðstjóri fór yfir ráðningarferlið.

Fundi slitið - kl. 19:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00