Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

25. fundur 21. janúar 2016 kl. 16:15 - 19:10 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Einar Brandsson formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Kristín Sigurgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Deilisk. Breiðarsvæði - Breiðargata 8, 8A og 8B

1509146

Skipulags-og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að breytingu að deiliskipulagi Breiðarsvæðis verði auglýst til kynningar og athugasemda í samræmi við 1. mgr. 41. gr. sbr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Samþykkt með tveimur atkvæðum, Valgarður L Jónsson sat hjá við afgreiðslu málsins og óskar eftir að eftirfarandi verði bókað:

Undirritaður fulltrúi í Skipulags- og umhverfisráði telur mikilvægt að mál þetta fari til umræðu og afgreiðslu á vettvangi bæjarstjórnar og setur sig því ekki á móti afgreiðslu þess í ráðinu.
VLJ

2.Snjómokstur og hálkueyðing - útboð 2016

1509147

Skipulags-og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi samkomulag við Gámaþjónustu Vesturlands um að verksamningur um snjómokstur sem gilda átti til 1. maí 2017 verði styttur til 1. maí 2016. Sviðstjóra falið að undirbúa nýtt útboð.

3.Jaðarsbakkar 1 - útisvæði sundlaugar.

1601378

Lögð fram fyrirliggjandi hönnunargögn.
Farið yfir fyrirliggjandi hönnunargögn. Sviðstjóra falið að kynna fyrirliggjandi tillögu fyrir hagsmunaaðilum.

4.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2016

1512116

Farið yfir stöðu framkvæmda 2016.
Farið yfir stöðu framkvæmda.

5.Sorphirða - framlenging á samningi

1501126

Málið kynnt.

6.Ægisbraut 27, lóðarleigusamningur endurnýjun.

1511344

Lóðarleigusamningur er útrunninn og óskað er eftir endurnýjun samnings.
Sviðsstjóra falið að framlengja umræddan leigusamning vegna Ægísbrautar 27 um 20 ár með viðauka.

Vegna óvissu um skipulag svæðisins til framtíðar skal þó kveðið á um að samningurinn sé uppsegjanlegur með tveggja ára fyrirvara af hálfu sveitarfélagsins.

7.Starf skipulagsfulltrúa

1601381

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs víkur af fundi og sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs tekur sæti undir þessum lið.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að tilkynna Sigurð Pál Harðarson sem skipulagsfulltrúa Akraneskaupstaðar til Skipulagsstofnunar sbr. 1. mgr. 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og umhverfisráð vísar ákvörðuninni til samþykktar bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 19:10.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00