Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

28. fundur 29. febrúar 2016 kl. 16:15 - 17:30 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Einar Brandsson formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Kristín Sigurgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Karitas Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Aðalskipulagsbreyting - Vallholt 5

1602244

Tillaga að breytingu aðalskipulags vegna lóðarinnar við Vallholt 5.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breyting á aðalskipulagi vegna Vallholts 5 verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr.123/2010 m.s.br.

2.Deilisk. Ægisbrautar - Vallholt 5

1511208

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar við Vallholt 5.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreyting verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010 m.s.br.

3.Deilisk. Flatahverfi klasi 7-8 - Skógarflöt 19

1602234

Hámarkshæð bygginga í Flatahverfi klasa 7-8 er 5 m, en óskað er eftir að hækka mænishæð hússins við Skógarflöt 19 um 40 sm eða í 5,4 m.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að grenndarkynna ofangreinda breytingu á deiliskipulagi við Skógarflöt 19, sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010 m.s.br.

Grenndarkynning skal ná til Skógarflatar 13, 14, 15, 16, 17, 18, 20 og 21.

4.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2016

1512116

Farið yfir framkvæmdaverkefni 2016. Samþykkt að liðurinn styrkir til viðhaldsframkvæmda færist yfir á stofnanalóðir þ.a. sá liður fer úr 3.millj.kr í 11.millj.kr.

Garðyrkjustjóra falið að vinna áætlun um framkvæmdir á stofnanalóðum fyrir árið 2016 samkvæmt ofangreindri breytingu.

5.Þjóðvegur 15 og 15B, lóðaúthlutun undir gróðrarstöð

1512074

Lögð fram umsókn Jóns Guðmundssonar garðyrkjufræðings um afnot lands við Þjóðveg 15 og 15B. Sviðsstjóra falið að koma með drög að samningi á næsta fundi ráðsins vegna ofangreindra nota.

6.Reglur um slægjustykki - endurskoðun 2016

1602227

Lagt fram. Garðyrkjustjóra falið að gera breytingar í takt við umræður á fundinum.

7.Skógræktarfélag Íslands - viðbótarland við Slögu

1602257

Erindið lagt fram.

8.Skógræktarfélag Íslands - skipulag á svæði við Þjóðveg 509

1602258

Bréf dags. 15. febrúar 2016 um skógræktarsvæðið við Þjóðveg.
Erindi vísað í endurskoðun á aðalskipulagi. Garðyrkjustjóra falið að ræða við málsaðila um umfang svæðisins.

9.Baugalundur 14 - umsókn um byggingarleyfi

1602189

Skipulagsbreyting felst í því að nýtingarhlutfall lóðar er hækkað úr 0.35 í 0.37.
Einar Brandsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að grenndarkynna ofangreinda breytingu sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010 m.s.br.
Grenndarkynning skal ná til Baugalundar 12 og 16.

10.Kirkjugarður - breyting

1512060

Framkvæmdir sem lúta að hækkun jarðvegs til að gera garðinn graftækann og lagfæringu stíga verði vísað til fjárhagsáætlunar 2017.

Fundi slitið - kl. 17:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00