Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
1.Deilisk. Breiðarsvæði - Breiðargata 8, 8A og 8B
1509146
Deiliskipulagsbreytingin var auglýst samkvæmt 1. mgr. 41. gr. sbr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010 frá 12. febrúar til og með 30. mars 2016.
Lagðar fram athugasemdir sem borist hafa við skipulagið.
2.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2016
1512116
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að meðfylgjandi fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun dagsett 4.4.2016 verði samþykkt.
Heildarupphæð fjárfestinga og framkvæmda er orðin 513,4 millj.kr í stað 437,4 millj.kr sem samþykktar voru í bæjarstjórn 15.12.2015.
Helstu breytingar varða eftirfarandi:
Búið að bæta við færanlegri kennslustofu.
Endurnýjun á gervigrasi á völlum við Grundaskóla og Brekkubæjarskóla.
Framkvæmd við kirkjugarð.
Bifreið á Höfða.
Ekki fengust styrkir frá ferðamálaráði vegna heitrar laugar við Langsand og aðgerða við útivistarsvæði á Breið.
Heildarupphæð fjárfestinga og framkvæmda er orðin 513,4 millj.kr í stað 437,4 millj.kr sem samþykktar voru í bæjarstjórn 15.12.2015.
Helstu breytingar varða eftirfarandi:
Búið að bæta við færanlegri kennslustofu.
Endurnýjun á gervigrasi á völlum við Grundaskóla og Brekkubæjarskóla.
Framkvæmd við kirkjugarð.
Bifreið á Höfða.
Ekki fengust styrkir frá ferðamálaráði vegna heitrar laugar við Langsand og aðgerða við útivistarsvæði á Breið.
3.Þjóðvegur í þéttbýli
1601468
Sviðsstjóri fór yfir stöðu málsins. Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að senda formlega fyrirspurn til Vegagerðarinnar varðandi Innnesveg og Faxabraut.
4.Vallholt 1, endurnýjun lóðarleigusamnings
1601050
Karitas Jónsdóttir víkur af fundi undir þessum lið.
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að ræða við lóðarhafa og óska eftir að þeir geri grein fyrir hugmyndum sínum um uppbyggingu á lóðunum.
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að ræða við lóðarhafa og óska eftir að þeir geri grein fyrir hugmyndum sínum um uppbyggingu á lóðunum.
5.Aðalskipulagsbreyting - Vallholt 5
1602244
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi skipulagslýsing verði auglýst til kynningar á tímabilinu 14.04.2016 til og með 22.04.2016.
6.Þjóðvegur 15 og 15B, lóðaúthlutun undir gróðrarstöð
1512074
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi um afnot af landi við Þjóðveg 15 við Miðvogslæk.
7.Hestaleiga
1603164
Garðyrkjustjóra falið að vinna málið áfram.
8.Söluskúr á Breið
1603163
Fyrirspurn Birgis Jóhannessonar um heimild til að staðsetja söluskúr á Breiðina.
Garðyrkjustjóra og byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjanda.
9.Deilisk. - Sementsreitur.
1604011
Lögð fram drög að skipulagslýsingu fyrir skipulag á Sementsreitnum.
10.Deilisk. Skógarhverfi 2. áf. - Baugalundur 14
1603005
Einar Brandsson vék af fundi undir þessum lið.
Grenndarkynnt var samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir fasteignaeigendum að Baugalundi 12 og 16. Undirritað samþykki hefur borist frá báðum aðilum. Lagt er til við bæjarstjórn að grenndarkynningin verði samþykkt og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda og send Skipulagsstofnun.
Grenndarkynnt var samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir fasteignaeigendum að Baugalundi 12 og 16. Undirritað samþykki hefur borist frá báðum aðilum. Lagt er til við bæjarstjórn að grenndarkynningin verði samþykkt og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda og send Skipulagsstofnun.
11.Stígakerfi - hönnun og framkvæmdir
1604022
Garðyrkjustjóri fór yfir stöðu mála.
Fundi slitið - kl. 18:50.