Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

34. fundur 19. maí 2016 kl. 18:00 - 19:32 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Kristjana H. Ólafsdóttir varamaður
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Karitas Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Fyrir fundinum liggur erindi Vilborgar Þórunnar Guðbjartsdóttur oddvita Bjartrar framtíðar þar sem hún óskar eftir að fá að sitja fundinn sem áheyrnarfulltrúi þar sem bæði aðal- og varafulltrúi telja sig vanhæfa við meðferð málsins.

Samþykkt 3:0.

1.Deilisk. Breiðarsvæði - Breiðargata 8, 8A og 8B

1509146

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu ásamt athugasemdum, umhverfisskýrslu, undirskriftarlistum, minnisblaði Vilhjálms Vilhjálmssonar forstjóra HB Granda hf. og umsögn um athugasemdir dags. 19. maí 2016.

Ívar Pálsson, hrl., situr fundinn.
Fundarmenn samþykkja fyrirliggjandi umsögn dags. 19. maí um athugasemdir vegna deiliskipulagstillögunnar með þeim breytingum sem samþykktar voru á fundinum.
Samþykkt 3:0.


Varaformaður lagði fram svohljóðandi tillögu:
Lagt er til við bæjarstjórn að hin auglýsta tillaga að breytingu á deiliskipulagi verði samþykkt með vísan til fyrirliggjandi umsagnar um athugasemdir dags. 19. maí og minnisblaðs Vilhjálms Vilhjálmssonar forstjóra HB Granda hf. þar sem fram kemur að HB Grandi hf. muni ekki starfrækja fiskþurrkun á Akranesi náist ekki markmið um lágmörkun óþæginda vegna lyktar.

Samþykkt 2:0 (RÓ og KHÓ)(VLJ situr hjá)

Fundi slitið - kl. 19:32.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00