Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

36. fundur 04. júlí 2016 kl. 16:15 - 18:10 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Einar Brandsson formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Kristín Sigurgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Karitas Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2016

1512116

Farið yfir stöðu mála.

2.Sorphirða á Akranesi og í Borgarbyggð - útboð

1604025

Farið yfir fyrirliggjandi útboðsgögn. Stefnt að því að á næsta fundi ráðsins liggi fyrir fullbúin gögn í takt við þær umræður sem voru á fundinum.

3.Deilisk. Skógarhverfi 2. áfangi, Baugalundur 14 og 16

1606051

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Skógarhverfis 2. áfanga vegna lóða nr. 14 og 16 við Baugalund. Óskað er eftir að færa bindandi byggingarlínu um 2,4m innar í lóðina.
Einar Brandsson vék af fundi undir þessum lið.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að breyting varðandi færslu byggingarlínu um 2,4 m inn á lóðir við Baugalund 14 og 16 verði grenndarkynnt samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir fasteignaeigendum að Baugalundi 12 og 18.

4.Vallarbraut - göngu- og hjólastígur

1605051

Ósk íbúa um göngustíg.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

5.Gervigrasvellir við grunnskóla Akraness

1606135

Sviðsstjóra falið að semja um verkið við Altis.

Endurnýjun á gervigrasinu er gerð vegna umræðu um skaðsemi dekkjakurls á gervigrasvöllum. Ennfremur liggur fyrir þingsályktun samþykkt á Alþingi 2. júní 2016 um að fjarlægja dekkjakurl á leik- og íþróttavöllum vegna ætlaðrar skaðsemi þess.

Í ljósi ofangreinds og þess að Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) lagði til yfirborðsefni með dekkjakurli á umrædda velli leggur skipulags- og umhverfisráð til við bæjarráð að skoðað verði með kostnaðarhlutdeild KSÍ í verkinu.

Fylgiskjöl:

6.Deilisk. Tjaldsvæði - Kalmansvík

1509106

Tillaga að deiliskipulagi tjaldsvæðis við Kalmansvík.
Garðyrkjustjóri fór yfir tillögu að deiliskipulagi tjaldsvæðis. Stefnt er að því að fullbúin deiliskipulagstillaga liggi fyrir á næsta fundi ráðsins.

7.Aðalskipulagsbreyting - Vallholt 5

1602244

Farið yfir stöðu málsins.

Fundi slitið - kl. 18:10.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00