Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

39. fundur 08. ágúst 2016 kl. 16:15 - 17:15 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Einar Brandsson formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Kristín Sigurgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Jóhannes K. Guðjónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Umferðaröryggisáætlun - starfshópur

1310152

Greinargerð um umferðaröryggisáætlun.
Jón Ólafsson verkefnisstjóri á skipulags- og umhverfissviði fór yfir áætlunina. Skipulags- og umhverfisráð þakkar góða kynningu og leggur til að áætlunin verði send til yfirferðar hjá Samgöngustofu.

2.Aðalskipulagsbreyting vegna Tjaldsvæðis

1607032

Skipulagslýsing lögð fram.
Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði send umsagnaraðilum og auglýst til kynningar samkv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Sorphirða á Akranesi og í Borgarbyggð - útboð

1604025

Farið yfir fyrirliggjandi útboðsgögn.
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að auglýsa ofangreind útboðsgögn.

4.Vesturgata - yfirlögn á götu

1607033

Sviðsstjóri fór yfir stöðu málsins.

5.Jaðarsbakkar - endurnýjun potta og heit laug á Langasandi

1608017

Niðurstaða útboðs.
Fimmtudaginn 4. ágúst s.l. var opnað tilboð í endurnýjun heitavatnspotta við sundlaug Jaðarsbakka og heita laug á Langasandi (Guðlaug). Eftirfarandi tilboð bárust.

GS Import ehf.: kr. 154.403.990
Kostnaðaráætlun Mannvits: kr. 93.830.277

Ljóst er að tilboð er vel yfir kostnaðaráætlun. Sviðsstjóri fór yfir þá kosti sem eru í stöðunni. Máli að öðru leyti vísað til næsta fundar ráðsins.

Fundi slitið - kl. 17:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00