Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

41. fundur 22. ágúst 2016 kl. 16:15 - 17:15 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Einar Brandsson formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Kristín Sigurgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Stefán Þór Steindórsson Byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Umferðaröryggisáætlun - starfshópur

1310152

Farið yfir umsögn Umferðastofu um umferðaröryggisáætlun.
Fyrir liggur jákvæð umsögn Umferðarstofu um umferðaröryggisáætlunina. Tekið verði tillit til ábendinga Umferðarstofu. Í framhaldi af því verði áætluninni vísað til bæjarstjórnar. Í fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun verði stuðst við áhersluatriði sem fram koma í umferðaröryggisáætluninni.

2.Vesturgata - yfirlögn á götu

1607033

Farið yfir drög að hönnunarsamningi við Eflu.
Ljóst er að endurskoða þarf fjárfestingar-og framkvæmdaráætlun 2016 vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar við endurnýjun slitlags við Vesturgötu.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti en leggur til að samningur verði lagður fyrir bæjarráð.

3.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2016

1512116

Farið yfir stöðu mála.
Farið yfir stöðu mála.

4.Snjómokstur og hálkueyðing - útboð 2016

1509147

Farið yfir drög að útboðsgögnum.
Lögð fram drög að útboðsgögnum um snjómokstur fyrir tímabilið 2016 til 2019.

5.Jaðarsbakkar / Guðlaug - útboð

1601378

Farið yfir stöðu málsins.
Sviðsstjóra falið að halda áfram með málið í samræmi við umræður á fundinum.

6.Deilisk. Grenjar Hafnarsvæði H3 - Krókatún 22-24

1608126

Umsókn Þorsteins Haraldssonar byggingafræðings f.h. Grenja ehf. dags. 17. ágúst 2016, um óverulega breytingu á deiliskipulagi vegna Krókatúns 22-24.
Einar Brandsson vék af fundi undir þessum lið.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu á deiliskipulagi verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga.

7.Deilisk. Breiðarsvæði - Breiðargata 8, 8A og 8B

1509146

Farið yfir stöðu málsins.
Sviðsstjóri fór yfir stöðu málsins.

Fundi slitið - kl. 17:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00