Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
1.Aðalskipulag - endurskoðun 2016
1606006
Farið yfir drög að endurskoðun aðalskipulags Akraneskaupstaðar.
Árni Ólafsson skipulagafræðingur verður með kynningu á fundinum.
Árni Ólafsson skipulagafræðingur verður með kynningu á fundinum.
Bæjarstjórn og skipulags- og umhverfisráð þakkar Árna Ólafssyni góða kynningu. Málið verði unnið áfram.
2.Deilisk. Dalbraut-Þjóðbraut - Dalbraut 6
1405059
Farið yfir drög að breytingu á deiliskipulagi Dalbrautar.
Árni Ólafsson skipulagsfræðingur verður með kynningu á fundinum.
Árni Ólafsson skipulagsfræðingur verður með kynningu á fundinum.
Bæjarstjórn og skipulags- og umhverfisráð þakkar Árna Ólafssyni góða kynningu. Málið verður unnið áfram.
3.Deilisk. Sementsreits
1604011
Farið yfir drög að nýju deiliskipulagi á Sementsreit.
Fulltrúar ASK arkitekta verða með kynningu á fundinum.
Fulltrúar ASK arkitekta verða með kynningu á fundinum.
Bæjarstjórn og skipulags- og umhverfisráð þakkar fulltrúum Ask arkitekta góða kynningu. Málið verður unnið áfram.
4.Jaðarsbakkar - endurnýjun potta og heit laug á Langasandi
1608017
Farið yfir stöðu málsins.
Gerð var verðkönnun í lagnir potta á Jaðarsbökkum og laugar á Langasandi. Eftirfarandi verðboð bárust:
AK píulagnir ehf, kr. 26.975.988
Eðallagnir ehf, kr. 33.938.832
Pípulagningaþjónustan ehf, kr. 24.918.672
Kostnaðaráætlun Mannvits, kr. 26.763.700
Ennfremur liggur fyrir heildarverð frá GS Import ehf. í verkið utan lagna að upphæð kr. 89.275.048.
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að ganga til samninga við Pípulagningaþjónustuna ehf. og GS Import ehf. um verkið.
Valgarður L Jónsson sat hjá við afgreiðslu málsins.
AK píulagnir ehf, kr. 26.975.988
Eðallagnir ehf, kr. 33.938.832
Pípulagningaþjónustan ehf, kr. 24.918.672
Kostnaðaráætlun Mannvits, kr. 26.763.700
Ennfremur liggur fyrir heildarverð frá GS Import ehf. í verkið utan lagna að upphæð kr. 89.275.048.
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að ganga til samninga við Pípulagningaþjónustuna ehf. og GS Import ehf. um verkið.
Valgarður L Jónsson sat hjá við afgreiðslu málsins.
5.Deilisk. Skógarhverfi 2. áf. - Akralundur 4
1609012
Umsókn um breytingu á byggingarreit.
Rakel Óskarsdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Í breytingunni felst að lengd byggingarreitsins verði lengdur um 1,5m í átt að lóð nr. 2 við Akralund. Lengd reitsins er 33,0 m verður 34,5 m.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að grenndarkynna breytinguna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Grenndarkynna skal fyrir lóðarhafa Akralundar 2.
Ráðið vill ennfremur benda á að allur kostnaður við breytinguna þ.m.t. kostnaður við breytingu á lögnum er á kostnað lóðarhafa.
Í breytingunni felst að lengd byggingarreitsins verði lengdur um 1,5m í átt að lóð nr. 2 við Akralund. Lengd reitsins er 33,0 m verður 34,5 m.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að grenndarkynna breytinguna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Grenndarkynna skal fyrir lóðarhafa Akralundar 2.
Ráðið vill ennfremur benda á að allur kostnaður við breytinguna þ.m.t. kostnaður við breytingu á lögnum er á kostnað lóðarhafa.
6.Snjómokstur og hálkueyðing - útboð 2016
1509147
Lögð fram drög að útboðsgögnum fyrir snjómokstur og hálkueyðingu.
Sviðsstjóra falið að bjóða út verkið í samræmi við fyrirliggjandi útboðsgögn.
7.Breiðin útivistarsvæði 2016
1604092
Byggingarfulltrúi kynnir málið.
Skipulags- og umhverfisráð tekur undir framlagðar hugmyndir um breytingu á deiliskipulagi Breiðar - útivistarsvæðis.
Fundi slitið - kl. 18:20.