Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

42. fundur 05. september 2016 kl. 15:00 - 18:20 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Einar Brandsson formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Kristín Sigurgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Jóhannes K. Guðjónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Dagskrá

1.Aðalskipulag - endurskoðun 2016

1606006

Farið yfir drög að endurskoðun aðalskipulags Akraneskaupstaðar.

Árni Ólafsson skipulagafræðingur verður með kynningu á fundinum.
Bæjarstjórn og skipulags- og umhverfisráð þakkar Árna Ólafssyni góða kynningu. Málið verði unnið áfram.

2.Deilisk. Dalbraut-Þjóðbraut - Dalbraut 6

1405059

Farið yfir drög að breytingu á deiliskipulagi Dalbrautar.

Árni Ólafsson skipulagsfræðingur verður með kynningu á fundinum.
Bæjarstjórn og skipulags- og umhverfisráð þakkar Árna Ólafssyni góða kynningu. Málið verður unnið áfram.

3.Deilisk. Sementsreits

1604011

Farið yfir drög að nýju deiliskipulagi á Sementsreit.

Fulltrúar ASK arkitekta verða með kynningu á fundinum.
Bæjarstjórn og skipulags- og umhverfisráð þakkar fulltrúum Ask arkitekta góða kynningu. Málið verður unnið áfram.

4.Jaðarsbakkar - endurnýjun potta og heit laug á Langasandi

1608017

Farið yfir stöðu málsins.
Gerð var verðkönnun í lagnir potta á Jaðarsbökkum og laugar á Langasandi. Eftirfarandi verðboð bárust:

AK píulagnir ehf, kr. 26.975.988
Eðallagnir ehf, kr. 33.938.832
Pípulagningaþjónustan ehf, kr. 24.918.672

Kostnaðaráætlun Mannvits, kr. 26.763.700

Ennfremur liggur fyrir heildarverð frá GS Import ehf. í verkið utan lagna að upphæð kr. 89.275.048.

Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að ganga til samninga við Pípulagningaþjónustuna ehf. og GS Import ehf. um verkið.

Valgarður L Jónsson sat hjá við afgreiðslu málsins.

5.Deilisk. Skógarhverfi 2. áf. - Akralundur 4

1609012

Umsókn um breytingu á byggingarreit.
Rakel Óskarsdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

Í breytingunni felst að lengd byggingarreitsins verði lengdur um 1,5m í átt að lóð nr. 2 við Akralund. Lengd reitsins er 33,0 m verður 34,5 m.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að grenndarkynna breytinguna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Grenndarkynna skal fyrir lóðarhafa Akralundar 2.

Ráðið vill ennfremur benda á að allur kostnaður við breytinguna þ.m.t. kostnaður við breytingu á lögnum er á kostnað lóðarhafa.

6.Snjómokstur og hálkueyðing - útboð 2016

1509147

Lögð fram drög að útboðsgögnum fyrir snjómokstur og hálkueyðingu.
Sviðsstjóra falið að bjóða út verkið í samræmi við fyrirliggjandi útboðsgögn.

7.Breiðin útivistarsvæði 2016

1604092

Byggingarfulltrúi kynnir málið.
Skipulags- og umhverfisráð tekur undir framlagðar hugmyndir um breytingu á deiliskipulagi Breiðar - útivistarsvæðis.

Fundi slitið - kl. 18:20.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00