Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

51. fundur 19. desember 2016 kl. 16:15 - 17:30 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Einar Brandsson formaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Kristín Sigurgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Deilisk. Ægisbrautar - Vallholt 5

1511208

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Ægisbrautar vegna Vallholts 5. Jafnframt er vísað til gagna sem lögð voru undir lið nr. 5 á 50. fundi skipulags- og umhverfisráðs, 5. des. s.l. þar sem tillöga að breytingu á aðalskipulagi var tekin fyrir vegna sömu lóðar.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

2.Álmskógar 2-4 - umsókn um byggingarleyfi

1608021

Fyrirspurn um frávik frá skipulagsskilmálum.
Einar Brandsson vék af fundi undir þessum lið.

Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í að skipulagi verði breytt m.t.t. aukins byggingarmagns. Tryggt verði að hönnun haldist í hendur við almennar gæðakröfur sbr. grein 3.6 í skipulags- og byggingarskilmálum fyrir svæðið.

3.Framboð á lóðum vegna uppbyggingar almennra íbúða

1611112

Bókun bæjarráðs frá fundi 24. nóvember s.l.
Lagt fram bréf frá Velferðarráðuneytinu um lög nr. 52/2016 sem tóku gildi 10. júní 2016 um almennar íbúðir, en markmið þeirra er m.a. að bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum með því að auka aðgengi að öruggu og viðeigandi leiguhúsnæði.

4.Háteigur 2 - Umsókn um byggingarleyfi

1610025

Sótt er um heimild til að byggja við húsið og reisa bílskúr samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
Lóðin er utan deiliskipulagssvæðis.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að grenndarkynnt verði samkvæmt 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/201, fyrir eigendum fasteigna við Háteig 1 og 4, Vesturgötu 24, 24B, 26 og Bárugötu 20A.

5.Fjárfestinga-og framkvæmdaáætlun 2017

1609093

Sviðsstjóri fór yfir undirbúning að framkvæmdum fyrir árið 2017.

Fundi slitið - kl. 17:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00