Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

52. fundur 19. janúar 2017 kl. 16:15 - 18:05 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Einar Brandsson formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Kristín Sigurgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Deilisk. - Sementsreitur

1604011

Kynning ASK arkitekta á deiliskipulagstillögu.
Kynnt voru lokadrög að deiliskipulagi Sementsreits. Bæjarfulltrúum var boðið að sitja þessa kynningu.

Skipulags-og umhverfisráð þakkar Gunnari Sigurðssyni frá Ask arkitektum góða kynningu.

2.Aðalsk. - Sementsreitur, breyting

1701210

Skipulagslýsing fyrir breytingu á aðalskipulagi Sementsreits.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi skipulagslýsing verði auglýst til kynningar á tímabilinu frá 26.janúar 2017 til og með 3. febrúar 2017.

Í framhaldi af auglýsingu skipulagslýsingar verði boðaður almennur íbúafundur til kynningar á henni og fyrirliggjandi drögum að deiliskipulagi.

3.Aðalsk. - Dalbraut og Þjóðbraut breyting

1701216

Skipulagslýsing fyrir breytta afmörkun miðsvæðis M4 í aðalskipulagi.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi skipulagslýsing verði auglýst til kynningar á tímabilinu frá 26.janúar 2017 til og með 3.febrúar 2017.

Í framhaldi af auglýsingu skipulagslýsingar verði boðaður almennur íbúafundur til kynningar á henni og fyrirliggjandi drögum að deiliskipulagi.

4.Deilisk. Stofnanareitur - Vesturgata 102 breyting

1701211

Breyting á greinargerð deiliskipulags Stofnanareits vegna Vesturgötu 102. Gildandi sérákvæði aðalskipulags Akraness um lóðina er þjónustustarfsemi, þjónustustofnanir og íbúðir.
Sérákvæði í greinargerð gildiandi deiliskipulags:
"Vesturgata 102 og 104, lóð vistheimilis fatlaðra. Gert er ráð fyrir að stækkun þessa heimilis geti orðið á lóð nr. 104, þá einnar hæðar bygging".

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að ofangreindu sérákvæði verði breytt með eftirfarandi hætti:

"Á Vesturgötu 102 er gert ráð fyrir þjónustustarfsemi, þjónustustofnun og/eða íbúðum í samræmi við ákvæði í aðalskipulagi. Einnar hæðar bygging".

Breyting verði afgreidd í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga þar sem heimilað er að falla frá grenndarkynningu ef sýnt er fram á að breytingin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda. Auglýsingu um breytinguna skal birta í B-deild Stjórnartíðinda.

5.Sementsreitur - rekstur

1403189

Fyrirspurn um leigu á svæði í efnisgeymslunni
Skipulags- og umhverfisráð getur ekki orðið við erindinu.

6.Fjárfestinga-og framkvæmdaáætlun 2017

1609093

Sviðstjóri fór yfir stöðu verkefna.

Fundi slitið - kl. 18:05.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00