Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

2. fundur 06. febrúar 2017 kl. 16:15 - 17:45 í fundarherbergi 1. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Einar Brandsson formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Kristín Sigurgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Jóhannes K. Guðjónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Deilisk. Skógarhverfi 2. áf. - Akralundur 8,10,12 og 14 breyting

1611084

Umsókn um að sameina lóðir nr. 8 og 10 og nr. 12 og 14, fjölga íbúðum i 12 á hvorri lóð.
Málið kynnt. Sviðsstjóra falið að yfirfara málið frekar með umsækjanda og skipulagshöfundi svæðisins.

2.Deilisk. Skógarhverfis 1. áfangi - Álmskógar 2-4

1701178

Umsókn um að breyta staðsetningu bílastæðis og heimild til að auka flatarmál lóðar úr 155m2 í 170m2.
Einar Brandsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að grenndarkynna breytinguna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Grenndarkynna skal fyrir fasteignaeigendum við Álmskóga 1,3,5,6,7,8 og 10 og við Asparskóga 2,4 og við Eikarskóga 1,3.

3.Seljuskógar 6-8 - fyrirspurn um kjallara

1702036

Málið kynnt. Skipulags- og umhverfisvið tekur jákvætt í erindið.

4.Deilisk. Skógarhverfi 1.áf. - Asparskógar 8 og 10

1612158

Sótt er um að fella út bílgeymslur undir húsunum og að fella niður kvaðir við lóðamörk.
Rakel Óskarsdóttir og Björn Guðmundsson véku af fundi undir þessum dagskrárlið.

Málið kynnt. Sviðsstjóra falið að yfirfara málið frekar með umsækjanda og skipulagshöfundi svæðisins.

5.Deilisk. Breiðarsvæði - Breiðargata 8, 8A og 8B

1509146

Svarbréf Minjastofnunar lagt fram til kynningar.
Sviðsstjóri fór yfir stöðu málsins í ljósi svarbréfs frá Minjastofnun.

6.Álfalundur og Akralundur - fyrirspurn til skipulags- og umhverfisráðs

1701170

Fyrirspurn varðandi deiliskipulag íbúðabyggðar í 2. áfanga í Skógarhverfi.
Fyrirspurn felst í að lækka par- og raðhús við Akralund og Álfalund í Skógarhverfi II úr tveimur hæðum niður i eina í takt við þarfir markaðarins. Skipulags-og umhverfisráð felur sviðsstjóra að skoða fyrirspurnina útfrá skipulagslegum og fjárhagslegum sjónarmiðum.

7.Suðurgata 119, endurnýjun lóðarleigusamnings.

1202061

Lagt fram.

8.Fyrirspurn til byggingarfulltrúa um að breyta bílskúr í íbúð að Suðurgötu 32

1612087

Spurt er hvort leyfi fengist til að breyta bílgeymslu mhl. 02 í íbúð.
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið og felur byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.

9.Akraneshöll - nýtt gervigras

1607058

Sviðsstjóri lagði fram minnisblað vegna fyrirhugaðs útboðs á endurnýjun gervigras í Akraneshöll. Sviðsstjóra falið að bjóða verkið út.

10.Styrkir til viðhalds fasteigna - 2017

1702037

Farið var yfir reynslu síðustu úthlutunar sem var árið 2015. Rætt um hugsanlegar breytingar á úthlutunarreglum og hvaða svæði ættu að falla undir styrkveitingar árið 2017.

11.Umhverfismál á Akranesi - fyrirspurn

1612066

Skipulags- og umhverfisráð þakkar Herði Ó. Helgasyni fyrir innsent erindi. Sviðsstjóra falið að taka saman svör fyrir ráðið.

Fundi slitið - kl. 17:45.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00