Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
1.Listamannahús við Faxabryggju
1702157
Erindi Skipulags- arkitekta- og verkfræðistofunnar ehf. f.h. Bergþórs Ólasonar og Jennifer Flume um að að fá að reisa (stöðuleyfi) listamannahús við Faxabryggju.
Málið kynnt. Óskað eftir frekari upplýsingum um verkefnið.
2.Esjubraut 14 - fyrirspurn til byggingarfulltrúa um stækkun bílskúrs
1701289
Fyrirspurn Árna Sigfússonar um að fá að stækka bílskúr við Esjubraut 14.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að grenndarkynnt verði samkvæmt 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/201,
fyrir eigendum fasteigna við Esjubraut nr. 10,12,16 og 18 og húsa við Hjarðarholt nr. 9,11,13 og 15.
fyrir eigendum fasteigna við Esjubraut nr. 10,12,16 og 18 og húsa við Hjarðarholt nr. 9,11,13 og 15.
3.Fjöliðjan - umsókn um leyfi fyrir 20 fm. færanlegu húsi á lóð Dalbrautar 10
1703034
Umsókn Fjöliðjunnar um að staðsetja færanlegt 20 fm hús á lóð Dalbrautar 10.
Skipulags- og umhverfisráð felur byggingarfulltrúa að ljúka málinu.
4.Árósarsamningurinn - innleiðing samnings um aðkomu almennings í umhverfismálum
1612074
Landsskýrsla um innleiðingu Árósasamningsins.
Lagt fram til kynningar.
5.Umhverfismál á Akranesi - fyrirspurn
1612066
Fyrirspurn frá Herði Helgasyni um umhverfismál.
Lögð fram drög að svörum. Stefnt að því að leggja fram endanlega svör á næsta fundi ráðsins.
6.Starfshópur um byggingu búsetukjarna fyrir fatlað fólk á Akranesi
1603057
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 2. mars sl. að fela skipulags- og umhverfissviði að kanna hvaða lóð henti best til byggingar nýs búsetukjarna á vegum Akraneskaupstaðar. Ennfremur samþykkir bæjarráð að endurskoða fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun 2017-2020 til að tryggja fjármögnun á nýjum búsetukjarna og fól skipulags- og umhverfisráði að gera tillögu þar að lútandi.
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðstjóra að koma með tillögur að hugsanlegum staðsetningum undir nýjan búsetukjarna fyrir fatlað fólk.
7.Þétting byggðar í eldri hverfum
1703035
Hugmyndir um skipulag lóða í eldri hluta bæjarins sem hugsanlega henti vel undir húsbyggingar.
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðstjóra að taka saman yfirlit yfir óbyggðar lóðir í eldri hluta bæjarins.
8.Baugalundur 1, 3, 5, 7, 9 og 11 - umsókn um byggingarlóðir
1701169
Beiðni Sjamma ehf. um breytingu á deiliskipulagi Skógahverfis 2. áfanga.
Skipulags- og umhverfisráð hafnar því að breyta einbýlishúsalóðum við Baugalund í parhúsalóðir.
9.Vesturgata 165 - lóðarleigusamningur endurnýjun
1702175
Beiðni um að endurnýja lóðaleigusamning við Vesturgötu 165.
Lagt fram.
10.Lóðaleigusamningar - útrunnir
1610040
Endurnýjun lóðaleigusamninga sem féllu úr gildi 2016.
Lagt fram.
Fundi slitið - kl. 17:45.