Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

61. fundur 08. maí 2017 kl. 14:30 - 16:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Einar Brandsson formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Kristín Sigurgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Jóhannes K. Guðjónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
  • Sindri Birgisson garðyrkjustjóri
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Birkiskógar 2, Grendarkynning v. endurnýjunar byggingarleyfis

1704148

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að grendarkynna breytingu heimilaðs nýtingarhlutfalls úr 0,35 í 0,37 sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.

Grendarkynningin nær til núsa nr. 1, 4 og 3 við Birkiskóga, húsa nr. 19 og 20 við Álmskóga og húss nr. 2 við Beykiskóga.

2.Æðaroddi 36 - umsókn um stækkun lóðar

1609104

Æðaroddi - Tillaga að breytingu á deiliskipulagi.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu á deiliskipulagi verði auglýst samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Styrkir til viðhalds fasteigna - 2017

1702037

Farið yfir styrkumsóknir.
Byggingarfulltrúa falið fyrir næsta fund að koma með tillögur um styrkveitingar.

4.Laun Vinnuskóla Akraness 2017

1704113

Einar Skúlason rekstrarstjóri Vinnuskólans mætir á fundinn.
Rekstrarstjóri vinnuskóla lagði fram tillögu að tímatöxtum 14, 15 og 16 ára unglinga í vinnuskólanum fyrir starfsárið 2017.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu.

5.Sláttur á opnum svæðum - framlenging á samningi

1705021

Erindi Gísla Jónssonar þar sem óskað er eftir að Akraneskaupstaður framlengi samning um slátt á opnum svæðum við fyrirtækið Gísli Jónsson ehf.
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að koma með tilögu um málið fyrir næsta fund ráðsins.

6.Listamannahús - stöðuleyfi

1702157

Fyrirspurn um stöðuleyfi fyrir listamannahús við Breið.
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið og felur byggingarfulltrúa að skoða með umsækjanda heppilegt svæði undir listamannahús. Stöðuleyfi verði ekki veitt til lengri tíma en eins árs.

7.Sorphirða á Akranesi - útboð 2017

1703209

Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að auglýsa útboð um sorphirðu á grunni fyrirliggjandi útboðsgagna.

8.Deilisk. Stofnanareitur - Vesturgata 120 - 130 breyting

1703203

Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að skipuleggja opinn íbúafund þar sem tillaga að breytingum á deiliskipulagi verður kynnt.

9.Deilisk.br. - Skógarhverfi I og II

1704024

Skipulags- og umhverfisráð felur sviðssjóra að gera tillögu að breytingu á deiliskipulagi í Skógarhverfi I og II á grunni fyrirliggjandi gagna skipulagshöfundar um breytingar.

10.Starfshópur um byggingu búsetukjarna fyrir fatlað fólk á Akranesi

1603057

Sviðsstjóri fór yfir stöðu málsins.

11.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2017

1609093

Sviðsstjóri fór yfir stöðu framkvæmda Akraneskaupstaðar á árínu 2017.

Fundi slitið - kl. 16:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00