Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

63. fundur 09. júní 2017 kl. 15:00 - 17:50 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Einar Brandsson formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Kristín Sigurgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
  • Sindri Birgisson garðyrkjustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Dagskrá

1.Aðalsk. - Dalbraut og Þjóðbraut breyting

1701216

Lögð var fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017 vegna Dalbrautarreits þar sem lagt er til að miðsvæði M4 verði stækkað til norðurs á kostnað svæðis S8/V6/A7. Tillagan er unnin af Teiknistofu arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar ehf., dags. 27.2. 2017. Tillagan var kynnt á almennum fundi 16. febrúar 2017.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga. Áður en tillagan verður auglýst skal hún send Skipulagsstofnun til yfirferðar sbr. 3. mgr. 30. gr. sömu laga.

2.Deilisk. Dalbraut - Þjóðbraut

1405059

Lögð var fram tillaga að deiliskipulagi Dalbrautarreits sem unnin er af Teiknistofu arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar ehf., dags. 7.6. 2017. Tillagan er sett fram á skipulagsuppdráttum og í greinargerð. Í tillögunni er gert ráð fyrir þéttri byggð með blandaðri landnotkun íbúðarbyggðar og miðbæjarstarfsemi. Tillagan var kynnt á almennum fundi 16. febrúar 2017. Deiliskipulag Dalbrautarreits frá 2006 verður fellt úr gildi og eru ákvæði þess felld inn í skipulagstillöguna. Jafnframt verður mörkum deiliskipulags Dalbrautar-Þjóðbrautar frá 1988 breytt til samræmis við tillöguna.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan ásamt breytingarblaði vegna eldra deiliskipulags verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga.

3.Deilisk. - Skógarhverfi I breyting

1706002

Lögð var fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi 1. áfanga Skógahverfis sem unnin er af Teiknistofu arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar ehf., dags. 29. maí 2017. Í tillögunni felst annars vegar breyting á húsahæðum fjölbýlishúsa sunnan Asparskóga þar sem aðallega verður gert ráð fyrir tveggja hæða húsum án bílageymslna í stað þriggja hæða með bílageymslu og hins vegar stækkun skipulagssvæðisins sem nemur einni lóðaröð norðan Asparskóga með sams konar tveggja hæða fjölbýlishúsabyggð. Hærri hús verða á þremur lóðum. Jafnframt eru gerðar breytingar á skilmálum t.d. um íbúðafjölda. Tillagan er unnin í samræmi við rammaskipulag Skógahverfis frá 2005, sem ekki hefur formlegt gildi, en er nýtt sem forsenda einstakra skipulagsáfanga hverfisins. Nú er gert ráð fyrir 122 íbúðum á óbyggðum lóðum við Asparskóga en með breytingunni og stækkun skipulagssvæðisins verður gert ráð fyrir 159-236 íbúðum á óbyggðum lóðum við götuna.

Skipulags- og umhverfisráð felur sviðstjóra að auglýsa opinn kynningarfund um fyrirliggjandi breytingar á deiliskipulaginu.

4.Deilisk. - Skógarhverfi II breyting

1706003

Lögð var fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi 2. áfanga Skógahverfis sem unnin er af Teiknistofu arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar ehf., dags. 1. júní 2017. Í tillögunni felast eftirtaldar breytingar:

Almenn breyting á ákvæðum um bílastæði fyrir fjölbýlishús þar sem fjöldi bílastæða fer eftir stærð íbúða.

Breyting á lóðamörkum og sameining byggingarreita á lóðunum við Álfalund 6-12 og Akralund 13-23.

Raðhús og parhús við Álfalund 2-26 (jafnar tölur) og Akralund 13-41 (oddatölur) verða einnar hæðar í stað tveggja hæða.

Byggingarreit fjölbýlishúss við Akralund 6 er breytt, hann einfaldaður og skásettur miðað við aðliggjandi reiti.


Skipulags- og umhverfisráð felur sviðstjóra að auglýsa opinn kynningarfund um fyrirliggjandi breytingar á deiliskipulaginu

5.Deilisk. Stofnanareitur - Vesturgata 120 - 130 breyting fimleikahús

1703203

Lögð var fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi stofnanareits sem upphaflega var samþykkt 1991. Tillagan er unnin af Teiknistofu arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar ehf., dags. 5.6. 2017.
Breytingin felst í því að byggingarreitur austan íþróttahúss er stækkaður til norðurs og suðurs þannig að þar megi reisa íþróttahús ásamt tengibyggingum og göngustígur frá Háholti inn á stofnanalóðina er færður til austurs.

Opinn kynningarfundur var haldinn 9. júní 2017.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga.

6.Fimleikahús Vesturgötu - hönnun

1705211

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að gerð verði verðkönnun í hönnun á verkinu.

7.Garðabraut 1 - breyting

1705010

Fyrirspurn um heimild til að breyta notkun húsnæðis að Garðabraut 1 úr samkomuhúsi/skemmtistað í íbúðarhúsnæði.
Erindinu frestað.

8.Akraneshöll - lýsing

1705089

Þau tilboð sem bárust uppfylla ekki kröfur útboðsgagna. Skipulags- og umhverfisráð samþykkir því að hafna öllum tilboðum sem bárust í verkið. Sviðsstjóra falið að bjóða verkið út að nýju.

9.Ísland ljóstengt 2017

1701350

Kynnning.
Sviðsstjóri fór yfir fyrirhugað útboð á verkinu.

10.Sláttur á opnum svæðum - framlenging á samningi

1705021

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að framlengja samning um slátt á opnum svæðum um eitt ár.

11.Presthúsabraut 28 - lóðarleigusamningur endurnýjun

1705182

Beiðni um endurnýjun lóðarleigusamnings.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að endurnýja samninginn.

Fundi slitið - kl. 17:50.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00