Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

68. fundur 04. september 2017 kl. 16:15 - 17:15 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Einar Brandsson formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Kristín Sigurgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
  • Sindri Birgisson umhverfisstjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Dagskrá

1.Deilisk. - Skógarhverfi 1. áf. breyting

1706002

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi 1. áfanga Skógahverfis var auglýst skv. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43 skipulagslaga nr. 123/2010 þann 6. júlí 2017. Athugasemdafrestur var til 22. ágúst 2017.
Breytingar felast í því að húsahæðum fjölbýlishúsa sunnan Asparskóga þar sem aðallega verður gert ráð fyrir tveggja hæða húsum án bílageymslna í stað þriggja hæða með bílageymslu og hins vegar stækkun skipulagssvæðisins sem nemur einni lóðaröð norðan Asparskóga með sams konar tveggja hæða fjölbýlishúsabyggð. Hærri hús verða á þremur lóðum. Jafnframt eru gerðar breytingar á skilmálum t.d. um íbúðafjölda.

Engin athugasemd barst.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun til yfirferðar og auglýsing um gildistöku hennar birt í B-deild Stjórnartíðinda.

2.Deilisk. - Skógarhverfi 2. áf. breyting

1706003

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi 2. áfanga Skógahverfis var auglýst skv. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 4. júlí 2017. Athugasemdafrestur var til 22. ágúst 2017.
Í breytingunni felst:

Almenn breyting á ákvæðum um bílastæði fyrir fjölbýlishús þar sem fjöldi bílastæða fer eftir stærð íbúða.

Breyting á lóðamörkum og sameining byggingarreita á lóðunum við Álfalund 6-12 og Akralund 13-23.

Raðhús og parhús við Álfalund 2-26 (jafnar tölur) og Akralund 13-41 (oddatölur) verða einnar hæðar í stað tveggja hæða.

Byggingarreit fjölbýlishúss við Akralund 6 er breytt, hann einfaldaður og skásettur miðað við aðliggjandi reiti.

Engin athugasemd barst.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun til yfirferðar og auglýsing um gildistöku hennar birt í B-deild Stjórnartíðinda.

3.Aðalsk. - Sementsreitur, breyting

1701210

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017 vegna Sementsreits var auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. sbr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 22. júní 2017. Athugasemdafrestur var til 8. ágúst 2017.
Ein athugasemd barst sem bæði á við deiliskipulagið og breytingu á aðalskipulagi.
Í athugasemdinni er viðruð sú hugmynd að fjarlægja mannvirki og skeljasandsþró Sementsverk-smiðjunnar þannig að þau umhverfisgæði sem fyrir voru áður en verksmiðjan var reist yrðu endurheimt.

Svæðið er mjög verðmætt til byggðar m.a. með tilliti til eftirfarandi þátta:

Svæðið er í góðum tengslum við þungamiðju núverandi byggðar, miðbæ, höfn og Langasand.

Svæðið er með sjávarsýn og snýr til suðurs.

Uppbygging svæðisins hefur í för með sér þéttingu byggðar, endurbætta bæjarmynd og rekstarhagkvæmni til langs tíma bæði fyrir bæjarfélagið og íbúa þess.

Neikvæð umhverfisáhrif verksmiðjunnar verða afturkölluð að miklu leyti en ekki verður lagt í kostnaðarsamar framkvæmdir til þess að endurheimta fyrra umhverfi að fullu enda felast áhugaverð tækifæri fyrir þróun bæjarfélagsins í framlögðum skipulagsáætlunum.

Svæðið hefur góð tengsl við miðbæ, höfn og Langasand.

Skipulags-og umhverfisráð samþykkir framlagða greinargerð sviðsstjóra sem svar við framkominni athugsemd um breytingu á aðalskipulagi. Ekki er fallist á að tilefni sé til að endurheimta þann hluta Langasands sem lenti undir mannvirkjum Sementsverksmiðjunnar.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt óbreytt frá auglýsingu og send Skipulagsstofnun til staðfestingar.

4.Deilisk. - Sementsreitur

1604011

Tillaga að deiliskipulagi Sementsreits var auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 22. júní 2017. Athugasemdafrestur var til 8. ágúst 2017.
Ein athugasemd barst sem bæði á við deiliskipulagið og breytingu á aðalskipulagi.

Í athugasemdinni er viðruð sú hugmynd að fjarlægja mannvirki og skeljasandsþró Sementsverksmiðjunnar þannig að þau umhverfisgæði sem fyrir voru áður en verksmiðjan var reist yrðu endurheimt.

Svæðið er mjög verðmætt til byggðar m.a. með tilliti til eftirfarandi þátta:

Svæðið er í góðum tengslum við þungamiðju núverandi byggðar, miðbæ, höfn og Langasand.

Svæðið er með sjávarsýn og snýr til suðurs.

Uppbygging svæðisins hefur í för með sér þéttingu byggðar, endurbætta bæjarmynd og rekstarhagkvæmni til langs tíma bæði fyrir bæjarfélagið og íbúa þess.

Neikvæð umhverfisáhrif verksmiðjunnar verða afturkölluð að miklu leyti en ekki verður lagt í kostnaðarsamar framkvæmdir til þess að endurheimta fyrra umhverfi að fullu enda felast áhugaverð tækifæri fyrir þróun bæjarfélagsins í framlögðum skipulagsáætlunum.

Svæðið hefur góð tengsl við miðbæ, höfn og Langasand.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir framlagða greinargerð sviðsstjóra sem svar við framkominni athugsemd um deiliskipulagið. Ekki er fallist á að tilefni sé til að endurheimta þann hluta Langasands sem lenti undir mannvirkjum Sementsverksmiðjunnar.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt óbreytt frá auglýsingu. Deiliskipulagið verði sent Skipulagsstofnun til yfirferðar og auglýsing um gildistöku þess birt í B-deild Stjórnartíðinda.

5.Deilisk. - Akraneshöfn, skipulagsmörk

1704025

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Akraneshafnar var auglýst skv. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 22. júní 2017. Athugasemdafrestur var til 8. ágúst 2017.
Breytingin felst í að breyta skipulagsmörkum deiliskipulags Akraneshafnar á þá leiða að Sementsbryggja og athfanasvæði við Faxabraut 10 verða hluti af deiliskipulagi Sementsreits.

Engin athugasemd barst.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar og auglýsing um gildistöku hennar birt í B-deild Stjórnartíðinda.

6.Deilisk. Stofnanareitur - Vesturgata breyting v/ fimleikahúss

1703203

Tillaga að breytingu deiliskipulagi Stofnanareits vegna Vesturgötu 130 íþróttahúss var auglýst skv. 41. gr. sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 22. júní 2017. Athugasemdafrestur var til 8. ágúst 2017.
Tvær athugasemdir bárust.
Gerðar voru athugasemdir við málsmeðferð, bílastæðamál, hæð húss og skuggavarp.

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir framlagða greinargerð sviðsstjóra sem svar við framkomnum athugsemdum um deiliskipulagið. Athugasemdirnar gáfu tilefni til eftirtalinna lagfæringa á skipulagstillögunni:

Gert verði ráð fyrir 11 nýjum bílastæðum við Háholt norðan nýbyggingarinnar og gangstétt færð suður fyrir þau.

Ákvæði er sett um að nýbygging skuli vera eins sunnarlega á byggingarreit og kostur er.

Minni háttar breytingar eru gerðar á skipulagsmörkum og mörkum stofnanalóðar vegna bílastæða við Háholt.

Breytingarnar eiga ekki við meginatriði deiliskipulagsins og gefa ekki tilefni til þess að auglýsa það að nýju.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt með áorðnum breytingum eftir auglýsingartíma, send Skipulagsstofnun til yfirferðar og auglýsing um gildistöku hennar birt í B-deild Stjórnartíðinda.

7.Deilisk. Krókatún-Deildartún - Vesturgata 51 (bílskúr)

1708147

Fyrirspurn Guðmundar E Björnssonar um breytingu á skipulagi Vesturgötu 51.
Skipulags-og umhverfisráð felur sviðsstjóra að funda með fyrirspyrjanda um breytingu á skipulagi við Vesturgötu 51.

8.Háteigur 2 - Umsókn um byggingarleyfi

1610025

Grenndarkynning byggingarleyfis fyrir bílskúr.
Grenndarkynningu lokið, engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytinguna í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Kalmansvík - umsókn um lóð/land undir smáhýsi í ferðaþjónustu

1708120

Erindi Birgis Jóhannessonar um að fá land í Kalmansvík undir smáhýsi í ferðaþjónsutu.
Í drögum að deiliskipulagi fyrir tjaldsvæði er áætlað svæði fyrir smáhýsi. Skipulags- og umhverfisráð leggur til að vinnu við deiliskipulagið verði kláruð og þar með fundinn endanleg staðsetning undir smáhýsabyggð. Úthlutun svæðis undir smáhýsabyggð verður ákveðin þegar deiliskipulag tjaldsvæðis liggur fyrir.

10.Umferðarhraðamælar - gjöf frá Slysavarnadeildinni Líf

1703174

Akraneskaupstað hafa verið færðar 4.millj.kr frá slysavarnardeildinni Líf á Akranesi til kaupa og uppsetningar á hraðavaraskiltum.

Skipulags- og umhverfisráð vill þakka veglega gjöf sem mun án nokkurs vafa nýtast í umferðaröryggismálum á Akranesi.

Sviðsstjóra falið að koma með tillögu að staðsetningum skilta fyrir næsta fund ráðsins.

11.Gististaðir í íbúðabyggð

1708231

Minnisblað bæjarstjóra Stykkishólms og fundarboð frá SSV um gististaði í íbúðabyggð.
Lagt fram.

12.Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar - fjölgun starfsmanna

1703218

Bréf slökkviliðsstjóra varðandi framtíðarskipulag Slökkviliðs Akranes og Hvalfjarðarsveitar.
Bréf slökkviliðsstjóra varðandi framtíðarskipulag slökkviliðs Akranes og Hvalfjarðarsveitar lagt fram.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að hugað verði að framtíðarskipulagi slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar.

Fundi slitið - kl. 17:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00