Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
1.Umhverfisviðurkenningar 2017
1708089
Auglýst var eftir tilnefningum í eftirfarandi flokk:
1.Falleg einbýlishúsalóð
2.Falleg fjölbýlishúsalóð
3.Snyrtileg fyrirtækja- eða stofnanalóð
4.Hvatningarverðlaun, eru veitt þeim sem hafa staðið að endurgerð húsa og/eða lóða
5.Samfélagsverðlaun, eru veitt einstaklingum, hópum og/eða félagasamtökum sem vinna óeigingjarnt starf í þágu umhverfisins
6.Tré ársins
Nefnd fór yfir tilnefningarnar sem bárust og kynnti vinnu sína á síðasta fundi.
1.Falleg einbýlishúsalóð
2.Falleg fjölbýlishúsalóð
3.Snyrtileg fyrirtækja- eða stofnanalóð
4.Hvatningarverðlaun, eru veitt þeim sem hafa staðið að endurgerð húsa og/eða lóða
5.Samfélagsverðlaun, eru veitt einstaklingum, hópum og/eða félagasamtökum sem vinna óeigingjarnt starf í þágu umhverfisins
6.Tré ársins
Nefnd fór yfir tilnefningarnar sem bárust og kynnti vinnu sína á síðasta fundi.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkti viðurkenningar til umhverfisverðlauna fyrir árið 2017.
2.Vesturgata 137 - fyrirspurn
1709149
Fyrirspurn um stækkun húss um allt að 54,5m2. Húsið tilheyrir deiliskipulagi Stofnanareits, nýtingarhlutfall skal ekki vera hærra en 0,4 skv. greinargerð. Ekki eru sýndir byggingarreitir innan skipulagsins.
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið.
3.Sementsverksmiðjan - rif á mannvirkjum
1705122
Alls bárust tólf tilboð í verkið. Lægstbjóðandi var Work North ehf. sem bauð kr. 175.279.000 í tilhögun 1 og kr. 160.722.000 í tilhögun 2.
Kostnaðaráætlun Mannvits í tilhögun 1 var kr.326.130.000 og í tilhögun 2 kr.271.260.000.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda um tilhögun 1 í verkið.
Kostnaðaráætlun Mannvits í tilhögun 1 var kr.326.130.000 og í tilhögun 2 kr.271.260.000.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda um tilhögun 1 í verkið.
4.Lækjarflói í Flóahverfi - lagerpláss fyrir rör OR í aðveitulögn
1710061
Beiðni Veitna ehf. um að fá að nýta svæði í Lækjarflóa í Flóahverfi fyrir lager af nýjum rörum í aðveitulögn í allt að ár.
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið og felur sviðstjóra að ganga frá samkomulagi við Veitur ohf.
5.Gjaldskrár skipulags- og umhverfissviðs (gatnagerðargjöld og fl.)
1708044
Sviðstjóri fór yfir vinnuskjal um gatnagerðargjöld.
6.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2018-2022.
1710116
Sviðsstjóri fór yfir stöðu fjárfestinga og framkvæmda á árinu 2017. Ennfremur voru lögð drög að fjárfestingar-og framkvæmdaáætun fyrir tímabilið 2018-2022.
7.Umhverfisvottun Faxaflóahafna
1710119
Bréf Faxaflóahafna dags. 10. okt. 2017 varðandi umhverfisvottun.
Skipulags- og umhverfisráð óskar Faxaflóahöfnum til hamingju með umhverfisvottunina og tekur undir mikilvægi þess að umhverfismál skulu ávallt höfð að leiðarljósi í umgengni og starfsemi sveitarfélaga og fyrirtækja.
Fundi slitið - kl. 18:15.