Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
1.Aðalaðveituæð hitaveitu með Akrafjallsvegi 51 - framkvæmdaleyfi
1711076
Umsókn Veitna ohf. um framkvæmdaleyfi fyrir endurnýjun aðveituæðar hitaveitu í landi Akraneskaupstaðar með Akrafjallsvegi 51.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi fyrir legu nýrrar hitaveitulaglagnar verði samþykkt.
2.Sementsverksmiðja - kæra vegna útboðs um niðurrif
1711086
Lagt fram minnisblað Landslaga vegna útboðs á niðurrifi sementsverksmiðjunnar, dags. 16. nóvember 2017.
Jafnframt lagt fram bréf kærunefndar útboðsmála, dags. 7. nóvember 2017, ásamt kæru Ellerts Skúlasonar ehf. og A.B.L. tak ehf., dags. 2. nóvember 2017.
Landslögum falið að svara kærunni f.h. Akraneskaupstaðar í samvinnu við sviðsstjóra.
Jafnframt lagt fram bréf kærunefndar útboðsmála, dags. 7. nóvember 2017, ásamt kæru Ellerts Skúlasonar ehf. og A.B.L. tak ehf., dags. 2. nóvember 2017.
Landslögum falið að svara kærunni f.h. Akraneskaupstaðar í samvinnu við sviðsstjóra.
3.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2018-2022.
1710116
Sviðsstjóri fór yfir drög að fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2018-2022.
4.Úthlutun lóða
1704039
Úthlutunarreglur lóða.
Sviðsstjóri fór yfir fyrirliggjandi reglur um úthlutun lóða í sveitarfélaginu.
5.Gjaldskrár skipulags- og umhverfissviðs (gatnagerðargjöld og fl.)
1708044
Sviðsstjóri fór yfir drög að breytingum á gjaldskrá gatnagerðargjalda.
6.Lóðaleigusamningar - útrunnir
1610040
Um er að ræða endurnýjun á eftirfarandi lóðaleigusamningum:
Ægisbraut 19, 23 og 27
Ægisbraut 19, 23 og 27
Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við endurnýjun á ofangreindum lóðaleigusamningum. Lóðarleigusamningar verða gerðir til 1. jan. 2038.
7.Kalmansvellir 6 - umsókn um byggingarleyfi
1710151
Sótt er um að byggja við Kalmansvelli 6. Óskað er eftir áliti ráðsins þar sem byggingin fer út fyrir byggingarreit á einum stað.
Lagt er til að erindið verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Grenndarkynningin skal ná til eigenda húsa við Kalmansvelli 4A, 4B og Smiðjuvelli 1.
8.Aðalskipulag - endurskoðun 2016
1606006
Drög til kynningar vegna breytinga á aðalskipulagi Akraness 2005-2017.
Lögð fram drög að endurskoðuðu Aðalskipulagi Akraness 2018 - 2030.
9.Lækjarflói 14 - Fyrirspurn til byggingarfulltrúa
1711154
Fyrirspurn til byggingarfulltrúa um afstöðu til vinnubústaða á tveimur lóðum nr. 14 og 16 við Lækjarflóa.
Byggingarfulltrúi kynnti málið.
10.Deilisk. Æðarodda - Æðaroddi 36 breyting
1609104
Bréf Skipulagsstofnunar dags. 15. nóv. 2017.
Skipulags-og umhverfisráð felur sviðsstjóra að auglýsa skipulagsbreytinguna í B-deild stjórnartíðinda.
Hestamannafélaginu verði kynnt niðurstaða ráðsins.
Hestamannafélaginu verði kynnt niðurstaða ráðsins.
Fundi slitið - kl. 18:15.