Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
1.Aðalskipulag - endurskoðun
1606006
2.Deilisk. Skógarhverfi 2. áfangi - breyting byggingarreitir
1712066
Skógahverfi II.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til eftirfarandi breytingu á skilmálum:
Kafli 4.1.1 Byggingarreitir, 1. mgr., gildandi skipulag:
Byggingarreitir eru skilgreindir á deiliskipulagsuppdrætti og málsettir á mæliblaði. Hús skulu standa innan byggingarreits. Þó mega þakbrúnir ná allt að 0,6 m út fyrir byggingarreit.
1. mgr. verði:
Byggingarreitir eru skilgreindir á deiliskipulagsuppdrætti og málsettir á mæliblaði. Hús skulu standa innan byggingarreits. Þó mega þakbrúnir ná allt að 0,6 m út fyrir byggingarreit. Svalir og útbyggingar á fjölbýlishúsum, t.d. útbyggðir gluggar, stigahús eða kennileiti mega ennfremur ná út fyrir byggingarreit.
Breytingin er gerð til samræmis við skipulagsskilmála í Skógahverfi I. Hún er almenn og mun ekki skerða hagsmuni nágranna hvað snertir landnotkun, útsýni,skuggavarp eða innsýn.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði gerð skv. 3.mgr. skv. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til eftirfarandi breytingu á skilmálum:
Kafli 4.1.1 Byggingarreitir, 1. mgr., gildandi skipulag:
Byggingarreitir eru skilgreindir á deiliskipulagsuppdrætti og málsettir á mæliblaði. Hús skulu standa innan byggingarreits. Þó mega þakbrúnir ná allt að 0,6 m út fyrir byggingarreit.
1. mgr. verði:
Byggingarreitir eru skilgreindir á deiliskipulagsuppdrætti og málsettir á mæliblaði. Hús skulu standa innan byggingarreits. Þó mega þakbrúnir ná allt að 0,6 m út fyrir byggingarreit. Svalir og útbyggingar á fjölbýlishúsum, t.d. útbyggðir gluggar, stigahús eða kennileiti mega ennfremur ná út fyrir byggingarreit.
Breytingin er gerð til samræmis við skipulagsskilmála í Skógahverfi I. Hún er almenn og mun ekki skerða hagsmuni nágranna hvað snertir landnotkun, útsýni,skuggavarp eða innsýn.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði gerð skv. 3.mgr. skv. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
3.Útileikvöllur fyrir fullorðna (íþróttir fyrir fullorðna)
1711030
Umhverfisstjóri gerir grein fyrir framvindu verkefnissins.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar umhverfisstjóra góða kynningu.
Umhverfisstjóra falið að hafa samráð við forsvarsmenn ÍA um verkefnið.
Umhverfisstjóra falið að hafa samráð við forsvarsmenn ÍA um verkefnið.
4.Brekkubæjarskóli - endurbætur á húsnæði á annarri hæð, hönnun 2017
1710019
Minnisblað frá Andrúm arkitektum.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að Andrúm arkitektar verði með hönnun er varðar breytingar á eldri hluta Brekkubæjarskóla.
Ráðið felur sviðsstjóra að ganga frá verksamningi þar að lútandi.
Ráðið felur sviðsstjóra að ganga frá verksamningi þar að lútandi.
5.Úthlutun lóða - auglýsing
1712041
Byggingafulltrúa falið að gera auglýsingu á lausum lóðum í Skógarhverfi 1. og 2. áfanga.
6.Sementsskorsteinn - málefni
1705204
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð, að gerð verði skoðanakönnun meðal íbúa Akraness um hvort fella skuli strompinn eða ekki.
7.Viti á Akranesi frá 1891
1709124
Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í að reist verði ljósker sem minnisvarði um vita er stóð á Akurshól.
Fundi slitið - kl. 18:35.
Lögð var fram tillaga að endurskoðuðu aðalskipulagi Akraness sem nær til skipulagstímabilsins 2018 til 2030. Árni Ólafsson arkitekt fór yfir tillöguna.
Nokkrar minni háttar breytingar voru gerðar á tillögunni.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagstillagan verði kynnt almenningi og hagsmunaaðilum á almennum kynningarfundi sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.