Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

76. fundur 05. febrúar 2018 kl. 16:15 - 18:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Einar Brandsson formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Kristín Sigurgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2018-2022.

1710116

Sviðsstjóri fór yfir stöðu framkvæmda fyrir árið 2018.

2.Aðalskipulag - endurskoðun 2018-2030

1606006

Kynning á stöðu vinnu við endurskoðun aðalskipulagsins.
Drög að endurskoðun Aðalskipulags hefur verið sent á umsagnaraðila. Í framhaldi af umsögnum verða gögn metin og lögð undir ráðið að nýju.

3.Skógræktarfélag Akraness - styrkir og land til skógræktar

1701156

Farið yfir málefni Skógræktarfélagsins.
Skipulags- og umhverfisráð leggur eftirfarandi til:

Farið verði í stækkun á athafnasvæði Skógræktarfélags Akraness á svokölluðu Slögu svæði. Stækkun taki til, sbr. meðfylgjandi gögn, svæða A,B og skoðað verði hugsanlega með hluta af svæði E m.t.t. starfsemi moldartipps og fjárbænda.

Um verður að ræða breytingu á aðalskipulagi í lögsagnarumdæmi Hvalfjarðarsveitar. Umhverfisstjóra falið að vinna að skipulagsbreytingu með Hvalfjarðarsveit.




4.Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs - endurskoðun

1801204

Bæjarráð tók fyrir erindi frá verkefnisstjórn sorpsamlaganna á fundi sínum þann 25. janúar sl. og vísar því til afgreiðslu í skipulags- og umhverfisráði.

Óskað er eftir samstarfi um endurskoðun svæðisáætlunarinnar. Verkefnisstjórnin óskar eftir því að sveitarstjórnir, bæjarstjórnir og borgarstjórn tilnefni fulltrúa sveitarstjórnar til samstarfsins.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs verði skipaður fulltrúi Akraneskaupstaðar í verkefnastjórn vegna endurskoðunar svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á suðvesturlandi.

5.Dalbraut 8 - umsókn um byggingarleyfi- gámar

1801299

Veitur ohf. sækja um leyfi til að koma fyrir sjö 20 ft. gámum á Dalbraut 8, fyrir skrifstofu, kaffi og snyrtiaðstöðu, vegna myglu í núverandi húsnæði.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að veita byggingarleyfi tímabundið.

6.Vesturgata 67 - umsókn um byggingarleyfi

1801257

Umsókn um að byggja kvist á húsið og breyta þaki.
Nýtingahlutfall lóðarinnar er 0,32 og verður eftir breytingar 0,33. Heimilt nýtingahlutfall á lóðinni er 0,32 skv. deiliskipulagi Krókatúns Vesturgötu.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að nýtingarhlutfall lóðarinnar verði breytt í 0,35.
Grenndarkynnt verði samkvæmt 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir eigendum fasteigna við Vesturgötu nr. 62a, 63a, 63b, 63, 66, 69, 71 og 71b.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00