Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
1.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2018-2022.
1710116
Sviðsstjóri fór yfir stöðu framkvæmda fyrir árið 2018.
2.Aðalskipulag - endurskoðun 2018-2030
1606006
Kynning á stöðu vinnu við endurskoðun aðalskipulagsins.
Drög að endurskoðun Aðalskipulags hefur verið sent á umsagnaraðila. Í framhaldi af umsögnum verða gögn metin og lögð undir ráðið að nýju.
3.Skógræktarfélag Akraness - styrkir og land til skógræktar
1701156
Farið yfir málefni Skógræktarfélagsins.
Skipulags- og umhverfisráð leggur eftirfarandi til:
Farið verði í stækkun á athafnasvæði Skógræktarfélags Akraness á svokölluðu Slögu svæði. Stækkun taki til, sbr. meðfylgjandi gögn, svæða A,B og skoðað verði hugsanlega með hluta af svæði E m.t.t. starfsemi moldartipps og fjárbænda.
Um verður að ræða breytingu á aðalskipulagi í lögsagnarumdæmi Hvalfjarðarsveitar. Umhverfisstjóra falið að vinna að skipulagsbreytingu með Hvalfjarðarsveit.
Farið verði í stækkun á athafnasvæði Skógræktarfélags Akraness á svokölluðu Slögu svæði. Stækkun taki til, sbr. meðfylgjandi gögn, svæða A,B og skoðað verði hugsanlega með hluta af svæði E m.t.t. starfsemi moldartipps og fjárbænda.
Um verður að ræða breytingu á aðalskipulagi í lögsagnarumdæmi Hvalfjarðarsveitar. Umhverfisstjóra falið að vinna að skipulagsbreytingu með Hvalfjarðarsveit.
4.Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs - endurskoðun
1801204
Bæjarráð tók fyrir erindi frá verkefnisstjórn sorpsamlaganna á fundi sínum þann 25. janúar sl. og vísar því til afgreiðslu í skipulags- og umhverfisráði.
Óskað er eftir samstarfi um endurskoðun svæðisáætlunarinnar. Verkefnisstjórnin óskar eftir því að sveitarstjórnir, bæjarstjórnir og borgarstjórn tilnefni fulltrúa sveitarstjórnar til samstarfsins.
Óskað er eftir samstarfi um endurskoðun svæðisáætlunarinnar. Verkefnisstjórnin óskar eftir því að sveitarstjórnir, bæjarstjórnir og borgarstjórn tilnefni fulltrúa sveitarstjórnar til samstarfsins.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs verði skipaður fulltrúi Akraneskaupstaðar í verkefnastjórn vegna endurskoðunar svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á suðvesturlandi.
5.Dalbraut 8 - umsókn um byggingarleyfi- gámar
1801299
Veitur ohf. sækja um leyfi til að koma fyrir sjö 20 ft. gámum á Dalbraut 8, fyrir skrifstofu, kaffi og snyrtiaðstöðu, vegna myglu í núverandi húsnæði.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að veita byggingarleyfi tímabundið.
6.Vesturgata 67 - umsókn um byggingarleyfi
1801257
Umsókn um að byggja kvist á húsið og breyta þaki.
Nýtingahlutfall lóðarinnar er 0,32 og verður eftir breytingar 0,33. Heimilt nýtingahlutfall á lóðinni er 0,32 skv. deiliskipulagi Krókatúns Vesturgötu.
Nýtingahlutfall lóðarinnar er 0,32 og verður eftir breytingar 0,33. Heimilt nýtingahlutfall á lóðinni er 0,32 skv. deiliskipulagi Krókatúns Vesturgötu.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að nýtingarhlutfall lóðarinnar verði breytt í 0,35.
Grenndarkynnt verði samkvæmt 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir eigendum fasteigna við Vesturgötu nr. 62a, 63a, 63b, 63, 66, 69, 71 og 71b.
Grenndarkynnt verði samkvæmt 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir eigendum fasteigna við Vesturgötu nr. 62a, 63a, 63b, 63, 66, 69, 71 og 71b.
Fundi slitið - kl. 18:00.