Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
1.Deilisk. - Flóahverfi, breyting
1801145
Farið yfir athugasemdir sem bárust við skipulagið.
2.Dalbrautarreitur - útboðsgögn
1803087
Lögð fram útboðsgögn vegna uppbyggingar á Dalbrautareit.
Sviðsstjóri kynnti útboðsgögn vegna uppbyggingar á Dalbrautarreit. Skipulags-og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi gögn.
3.Flóahverfi
1803120
Farið yfir veitumál á svæðinu.
Skipulags-og umhverfisráð bendir á að tryggja þurfi betur byggingarhæfi svæðisins gagnvart athafnalóðum og óskar eftir tímasettum aðgerðum frá Veitum ohf er varðar tengingu svæðisins við fráveitukerfi bæjarins. Varðandi fráveitutengingar verði einnig horft til svæða er byggst hafa upp NA megin við Flóahverfi s.s. Höfðasel og Æðarodda.
Skipulags-og umhverfisráð óskar einnig eftir tímasetningum frá Landsnet um hvenær háspennulínur sem ná að hluta til yfir lóðir í Flóahverfi verða færðar.
Skipulags-og umhverfisráð óskar einnig eftir tímasetningum frá Landsnet um hvenær háspennulínur sem ná að hluta til yfir lóðir í Flóahverfi verða færðar.
4.Skipulagsmál
1803121
Farið almennt yfir skipulagsmál sem eru í vinnslu.
Sviðsstjóri fór almennt yfir stöðu á skipulagsmálum s.s. endurskoðun aðalskipulags, skipulagbreytingar á Akraneshöfn,skipulagsbreytingar við Grenjar og breytingar við seinni hluta deiliskipulags við Skógarhverfi II.
5.Deilisk. - Tjaldsvæði, Kalmansvík
1509106
Farið yfir hugmyndir að deiliskipulagi.
Umhverfisstjóri fór yfir fyrirhugaðar hugmyndir að deiliskipulagi við tjaldsvæðið.
6.Breiðarsvæði - Húsnæði fyrir listamenn
1803123
Hugmyndir kynntar um nýtingu á tanki og Hafbjargarhúsi.
Byggingarfulltrúi kynnti málið. Skipulags- og umhverfisráð felur skipulags- og umhverfissviði að vinna málið áfram.
Fundi slitið - kl. 19:20.
Framkomnar athugsemdir lúta einungis að mótmælum við tímabundinni heimild til að setja upp starfsmannabústaði í Flóahverfi.
Fyrirtæki sem komið var með heimild um lóðir á svæðinu hefur dregið umsókn sína til baka. Fyrir lá vilji fyrirtækisins um að nýta lóðirnar tímabundið undir starfsmannabústaði ef deiliskipulagsbreytingin hefði náð fram að ganga.
Skipulags-og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagsferlinu verði hætt og þeim er gerðu athugsemdir við það verði tilkynnt um þá ákvörðun.