Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

83. fundur 08. maí 2018 kl. 18:30 - 19:45 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Einar Brandsson formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Kristín Sigurgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
  • Sindri Birgisson umhverfisstjóri
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá
Formaður óskar eftir, með vísan til samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar, að taka á dagskrá með afbrigðum mál. nr. 1805082 (Aðalsteinn - nýtt örnefni á Akranesi). Málið verður nr. 5 á dagskránni.

1.Deilisk. Smiðjuvalla - breyting

1805071

Kynning á áformum að breyttu skipulagi Smiðjuvalla, vegna lóða við Smiðjuvelli 12-24.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar Páli Gunnlaugssyni arkitekt fyrir góða kynningu. Ráðið tekur jákvætt í framkomnar hugmyndir.

2.Dalbrautarreitur - útboðsgögn

1803087

Kynning á tilboði vegna útboðs á Dalbrautarreit.
Eitt tilboð barst í byggingarrétt á Dalbrautarreit.

Leigufélagið Bestla ehf., kr. -204.785.000

Í tilboði felst:
Kauptilboð Bestla í byggingarétt vegna Dalbrautar 4, kr. 125.415.000
Söluverð Bestla í þjónustumiðstöð aldraða á Dalbraut 4, kr. -330.200.000
(samkv. skilalýsingu, ríflega fokhelt húsnæði).

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að gengið verði til samninga við leigufélgið Bestla varðandi Dalbraut 4, að því tilskyldu að það uppfylli ákvæði úthlutunar- og útboðsskilmála vegna sölu byggingarréttar á Dalbraut 4 og 6 og á Þjóðbraut 3 og 5.

Jafnframt leggur Skipulags- og umhverfisráð til við bæjarráð að þær lóðir sem ekki komu tilboð í þ.e. Þjóðbraut 3, Þjóðbraut 5 og Dalbraut 6 verði settar á lóðarlista til úthlutunar með þeim skilyrðum sem fram komu í úthlutunar- og útboðsskilmálum vegna sölu byggingarréttar á Dalbraut 4 og 6 og á Þjóðbraut 3 og 5.

3.Aðalsk. Grenjar - breyting

1802357

Farið yfir umræður frá kynningarfundi sem haldinn var miðvikudaginn 2. maí s.l.
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að taka saman greinargerð um umsagnir og ábendingar sem borist hafa vegna skipulagslýsingar. Jafnframt verði tekinn saman útdráttur um umræður sem urðu á kynningarfundi sem haldinn var 2. maí s.l.
Einar Brandsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

4.Aðalsk. Akraneshöfn - aðalhafnagarður

1709090

Farið yfir umræður frá kynningarfundi sem haldinn var miðvikudaginn 2. maí s.l.
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að taka saman greinargerð um umsagnir og ábendingar sem borist hafa vegna skipulagslýsingar. Jafnframt verði tekinn saman útdráttur um umræður sem urðu á kynningarfundi sem haldinn var 2. maí s.l.

5.Aðalsteinn - nýtt örnefni á Akranesi

1805082

Erindi Landmælinga Íslands um nafnið Aðalstein sem nýtt örnefni á steini við Langasand.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar innsent erindi og samþykkir fyrirliggjandi tillögu Landmælinga um að steinn við Merkjaklöpp sbr. mynd er fylgir erindinu fái heitið Aðalsteinn.

Fundi slitið - kl. 19:45.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00