Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

85. fundur 05. júní 2018 kl. 16:15 - 18:15 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Einar Brandsson formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Kristín Sigurgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
  • Jón Brynjólfur Ólafsson verkefnastjóri
  • Sindri Birgisson umhverfisstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá
Formaður óskar eftir, með vísan til samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar, að taka á dagskrá með afbrigðum mál. nr. 1805105(Baugalundur 2 - grenndarkynning) . Málið verður nr. 7 á dagskránni.

1.Deilisk. Grenjar hafnarsvæði - Krókatún 22-24

1804119

Athugasemdafrestur á grenndarkynningu tillögu að breytingum á deiliskipulagi Grenja v/ Krókatúns 22-24, rann út þann 30. maí sl.
Einar Brandsson víkur af fundi og Stefán Þór Þórðarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Athugasemdirnar lagðar fram. Skipulags- og umhverfissráð felur sviðsstjóra að útbúa drög að svörum vegna athugasemdanna og leggja fyrir ráðið.

Stefán Þór Þórðarson víkur af fundi og Einar Brandsson tekur sæti á ný.

2.Fimleikahús Vesturgötu - hönnun / rýnihópur

1705211

Tilboð í uppbyggingu fimleikahúss við Vesturgötu.
Lárus Ársælsson frá Mannvit verkfræðistofu situr fundinn undir þessum lið.
Eftirfarandi tilboð bárust:

1. Þingvangur ehf. kr. 773.136.873
2. Munck Íslandi ehf. kr. 658.493.786
3. Þarfaþing h/f. kr. 737.313.018
4. Ístak h/f. kr. 647.428.824
5. Spennt ehf. kr. 607.513.985
6. Spennt ehf. kr. frávikstilboð kr. 549.673.985

Skipulags- og umhverfissráð felur sviðsstjóra að ganga til viðræðna við Spennt ehf. um framkvæmdina.

3.Þroskahjálp húsbyggingasjóður - samstarf

1802401

Akraneskaupstaður hefur átt í viðræðum við Þroskahjálp Húsbyggingasjóð um samstarf vegna bygginga íbúða fyrir fatlaða á Akranesi. Bæjarráð veitti heimild fyrir frekari viðræðum með það markmið í huga að veita stofnframlag til félagsins vegna slíks verkefnis. Fulltrúar Akraneskaupstaðar og þroskahjálpar Húsbyggingasjóðs hafa farið yfir lóðir í Skógarhverfi 2 sem koma til greina við byggingu á húsnæði. Velferðar-og mannréttindaráð fór yfir tillögurnar á fundi sínum og beinir því til skipulags- og umhverfisráðs að skoðað verði með skipulagsbreytingar á lóðum við Akralund 8,10,12 og 14. á þann veg að byggðar verði fimm íbúðir á einni hæð.
Samþykkt velferðar- og mannréttindaráðs er hér með vísað til skipulags- og umhverfisráðs til umfjöllunar.
Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að skoða uppbyggingu við Akralund 8-14,með tilliti til óska Þroskahjálpar sbr. samþykkt velferðar og mannréttindaráðs. Einnig óskar ráðið eftir að haldið verði áfram að skoða aðra möguleika.

4.Gangstéttir í Skógahverfi - útboð 2018

1805170

Tilboð í gerð gangstétta í Skógahverfi.
Eftirfarandi tilboð bárust:
1. Vélaleiga Halldórs Sigurðssonar kr. 16.968.500
2. Þróttur ehf. kr. 16.846.360
3. Skóflan hf. kr. 25.258.000.

Skipulags- og umhverfissvið felur sviðsstjóra að ganga til viðræðna við Þrótt ehf. um verkið.

5.Grundaskóli - verðkönnun

1804108

Verðkönnun í utanhúsviðhald á Grundaskóla.
Eftirfarandi verðboð barst:
HH málun ehf. kr. 7.361.120

Skipulags- og umhverfissráð felur sviðsstjóra að ganga til viðræðna við HH málun efh. um framkvæmdina.


6.Guðlaug - framkvæmdir

1708061

Umhverfi í kringum Guðlaugu.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar kynninguna og felur skipulags- og umhverfissviði að vinna áfram að framgangi verkefnisins.

7.Baugalundur 2 - grenndarkynning

1805105

Grenndarkynnt var skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Þeir hagsmunaaðilar sem send var grenndarkynning hafa skilað inn samþykki sínu. Baugalundi 4 hefur ekki verið úthlutað.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsbreytingin verði send Skipulagssstofnun og auglýsing um gildistöku birt í B-deild Stjórnartíðinda.

Fundi slitið - kl. 18:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00