Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

92. fundur 01. október 2018 kl. 08:15 - 10:15 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ragnar B. Sæmundsson formaður
  • Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir varaformaður
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
  • Sindri Birgisson umhverfisstjóri
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Aðalsk. Flóahvefi breyting

1809183

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akraness 2005-2017 vegna stækkunar á Flóahverfi.
Lögð fram skipulagslýsing vegna breytinga á að aðalskipulagi í Flóahverfi. Breyting felst m.a. í stækkun á landnotkunarreit og staðsetningu gróðurbelta.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi skipulagslýsing verði auglýst til kynningar.

2.Deilisk. Flóahverfi - endurskoðun

1807128

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Flóahverfis. Tillagan gerir ráð fyrir minnkun og fjölgun lóða.
Lögð var fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Flóahverfis sem unnin er af Teiknistofu arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar ehf. Breytingar felast m.a. í fjölgun og minnkun lóða og færslu á götu þ.a. lóðir geta verið sitthvorum megin við hana.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til að deiliskipulagsbreytingin verði kynnt og auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi við Flóahverfi, samanber 1. lið fundargerðar þessarar. (málsnr. 1809183)

3.Aðalsk. - Smiðjuvallasvæði breyting

1809184

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Akraness 2005-2017 vegna Smiðjuvallasvæðis.
Lögð fram skipulagslýsing vegna breytinga á að aðalskipulagi við Smiðjuvallasvæði. Breytingar felast m.a. í því að landnotkunarreitir eru sameinaðir og skipulagsákvæðum breytt þannig að þar verði gert ráð fyrir blandaðri landnotkun, svæði I6 fært í austur og svæði V9 leiðrétt í samræmi við rétta afmörkun lóða.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi skipulagslýsing verði auglýst til kynningar.

4.Deilisk. Smiðjuvalla - breyting

1805071

Kynnt breyting á deiliskipulagi Smiðjuvalla.
Lögð var fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Smiðjuvalla sem unnin er af Ask arkitektum ehf.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til að deiliskipulagsbreytingin verði kynnt og auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi við Smiðjuvallasvæði, samanber 3. lið fundargerðar þessarar. (málsnr. 1809184)

5.Jólaskraut

1809198

Endurnýjun jólaskrauts.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að viðbótarkostnaði 2.5 m.kr vegna kaupa á jólaskrauti við Akratorg og nærliggjandi svæði verði settur inn í viðauka fjárhagsáætunar 2018. Bent er á að hægt er að lækka gjaldfærða framkvæmdaáætlun á móti í liðnum Stillholt 16-18 vegna viðhalds.

6.Reglur um bílastæði innan lóðar.

1703210

Byggingarfulltrúi leggur fram tillögu að reglum um bílastæði innan lóðar.
Byggingarfulltrúi lagði fram tillögu að reglum um bílastæði innan lóðar. Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að þessar reglur verði hafðar til hliðsjónar varðandi afgreiðslu á bílastæðum innan lóða.

7.Dalbraut 16 - lóðarleigusamningur endurnýjun

1808213

Umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings.
Skipulags- og umhverfisráð vill að við endurnýjun á ofangreindum samningi verði tekið tillit til fyrirhugaðra skipulagsbreytinga á svæðinu. Lóðarleigusamningur verður borinn undir skipulags- og umhverfisráð til endanlegrar staðfestingar.

8.Sandabraut 11 - lóðarleigusamningur endurnýjun

1809152

Óskað er eftir heimild til að endurnýja lóðarleigusamning fyrir Sandabraut 11.
Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemd við endurnýjun á ofangreindum samningi.

9.Sandabraut 17 - lóðaleigusamningur endurnýjun

1809169

Óskað er eftir heimild til að endurnýja lóðarleigusamning fyrir Sandabraut 17.
Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemd við endurnýjun á ofangreindum samningi.

10.Skagabraut 50 - lóðarleigusamningur endurnýjun

1809176

Ósk um heimild til að endurnýja lóðarleigusamning á Skagabraut 50.
Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemd við endurnýjun á ofangreindum samningi.

11.Skagabraut 31 - lóðarleigusamningar endurnýjun

1809170

Ósk um heimild til að endurnýja lóðarleigusamning fyrir Skagabraut 31.
Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemd við endurnýjun á ofangreindum samningi. Gildistími verður frá undirritun lóðarleigusamnings.

12.Presthúsabraut 32 - lóðarleigusamningur endurnýjun

1809151

Óskað er eftir heimild til að endurnýja lóðarleigusamning fyrir Presthúsabraut 32.
Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemd við endurnýjun á ofangreindum samningi.

13.Stillholt 4 - lóðarleigusamningur endurnýjun

1809179

Óskað er eftir heimild til að endurnýja lóðarleigusamning fyrir Stillholt 4.
Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemd við endurnýjun á ofangreindum samningi.

14.Stillholt 6 - lóðarleigusamningur endurnýjun

1809188

Óskað er eftir heimild til að endurnýja lóðarleigusamning fyrir Stillholt 6.
Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemd við endurnýjun á ofangreindum samningi.

15.Ljósleiðari á Akranesi (ljósnet.)

1809203

Bréf Mílu ehf. dags. 17. september s.l., varðandi framkvæmdir á ljólleiðarar og forgangsröðun á næstu árum.
Málinu frestað.

Fundi slitið - kl. 10:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00