Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

97. fundur 26. nóvember 2018 kl. 08:15 - 10:00 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ragnar B. Sæmundsson formaður
  • Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir varaformaður
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
  • Sindri Birgisson umhverfisstjóri
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Sementsverksmiðja - samningur um niðurrif

1711014

Lagt fram minnisblað Mannvits um niðurrif á sementsstrompi. Sviðsstjóra falið að gera samkomulag við Work North um niðurfellingu strompsins. Samkomulagið skal lagt fyrir skipulags- og umhverfisráð til endanlegrar staðfestingar.

2.Umhverfisstefna Akraneskaupstaðar

1811112

Bæjarstjórn Akraness felur skipulags- og umhverfisráði að vinna drög að umhverfisstefnu fyrir Akraneskaupstað sem lögð verði fyrir bæjarstjórn Akraness eigi síðar en í apríl 2019. Umhverfisstefnunni fylgi aðgerðaráætlun um hvernig Akraneskaupstaður hyggst mæta fyrirliggjandi áskorunum til sveitarfélaga á Íslandi um aðgerðir í umhverfismálum s.s. loftslagsmálum og aðgerðum til að draga úr plastnotkun.
Umhverfisstjóra falið að skila drögum af verk- og tímaáætlun, ásamt kostnaðaráætlun.

3.Sláttur á opnum svæðum - 2019

1811179

Endurskoðun á samningi.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að framlengja samning um slátt á opnum svæðum til 1. október 2019.

Fundi slitið - kl. 10:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00