Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
1.Aðalskipulag Skógarhverfi - breyting
1901203
Skipulagshönnuður kynnir skipulagstillögurnar.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar Árna Ólafssyni skipulagshönnuði góða kynningu.
2.Sementsreitur - uppbygging
1901196
Sviðsstjóri fór yfir tölulegar upplýsingar varðandi uppbyggingu á Sementsreit. Í framhaldinu var rætt um þá kosti sem fyrir liggja til að hefja uppbyggingu á reitnum.
Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri og Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri véku af fundi eftir þennan dagskrárlið.
Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri og Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri véku af fundi eftir þennan dagskrárlið.
3.Brekkubæjarskóli - endurbætur á annarri hæð, hönnun 2017
1710019
Verkefnastjóri kynnir framkvæmdir í Brekkubæjarskóla.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar Karli Jóhanni Haagensen verkefnastjóra greinargóða kynningu.
4.Vinnuskólinn 2019 - laun unglinga 14 - 16 ára
1902231
Tillaga forstöðumanns um launataxta í vinnuskóla Akraness árið 2019.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu um 12,5% hækkun launataxtanna milli ára. Samþykktinni er vísað til staðfestingar í bæjarráði.
5.Stofnanalóðir 2019
1901193
Umhverfisstjóri fór yfir vinnuáætlun fyrir stofnanalóðir, áformuð verkefni og framvindu
Umhverfisstjóri fór yfir rekstur og fyrirhugaðar framkvæmdir til næstu ára á stofnanalóðum Akraneskaupsstaðar.
6.Fjáreigendafélag Akraness - lagfæringar í beitarhólfi
1902126
Fjáreigendafélag Akraness fer þess á leit við Akraneskaupstað að fá aðstoð við endurnýjun og viðhald á ræsum, brúm og skurðum sem eru á beitarlöndum sem þeir hafa til umráða.
Skipulags- og umhverfisráð felur umhverfisstjóra að koma til móts við umleitanir Fjáreigendafélags Akraness eins og aðstæður leyfa.
7.Akranes ferja - flóasiglingar 2019
1812094
Kynning á verkefninu.
Sigríður Steinunn Jónsdóttir verkefnastjóri fór yfir greinagerð varðandi ferjusiglingar milli Akraness og Reykjavíkur 2017. Ráðið leggur áherslu á að nú þegar sé farið að vinna undirbúningsvinnu til að tryggja sem best möguleika á því að ferjusiglingar geti hafist að nýju árið 2020. Horft verið m.a. til fyrri lærdóms í því tilliti sbr. greinargerð verkefnisstjóra.
Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri tók sæti að nýju undir þessum fundarlið.
Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri tók sæti að nýju undir þessum fundarlið.
8.Flóahverfi - framkvæmdir
1903009
Umhverfisstjóri fóru yfir fyrirhugaðar framkvæmdir í Flóahverfi. Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að hefja undirbúning framkvæmda í hverfinu 2019, er taka til bundins slitlags og undirbúnings að stígagerð að því.
Fundi slitið - kl. 14:25.