Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

106. fundur 04. mars 2019 kl. 08:15 - 14:25 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ragnar B. Sæmundsson formaður
  • Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir varaformaður
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
  • Karl Jóhann Haagensen verkefnastjóri
  • Sindri Birgisson umhverfisstjóri
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Aðalskipulag Skógarhverfi - breyting

1901203

Skipulagshönnuður kynnir skipulagstillögurnar.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar Árna Ólafssyni skipulagshönnuði góða kynningu.

2.Sementsreitur - uppbygging

1901196

Sviðsstjóri fór yfir tölulegar upplýsingar varðandi uppbyggingu á Sementsreit. Í framhaldinu var rætt um þá kosti sem fyrir liggja til að hefja uppbyggingu á reitnum.

Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri og Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri véku af fundi eftir þennan dagskrárlið.

3.Brekkubæjarskóli - endurbætur á annarri hæð, hönnun 2017

1710019

Verkefnastjóri kynnir framkvæmdir í Brekkubæjarskóla.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar Karli Jóhanni Haagensen verkefnastjóra greinargóða kynningu.

4.Vinnuskólinn 2019 - laun unglinga 14 - 16 ára

1902231

Tillaga forstöðumanns um launataxta í vinnuskóla Akraness árið 2019.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu um 12,5% hækkun launataxtanna milli ára. Samþykktinni er vísað til staðfestingar í bæjarráði.

5.Stofnanalóðir 2019

1901193

Umhverfisstjóri fór yfir vinnuáætlun fyrir stofnanalóðir, áformuð verkefni og framvindu
Umhverfisstjóri fór yfir rekstur og fyrirhugaðar framkvæmdir til næstu ára á stofnanalóðum Akraneskaupsstaðar.

6.Fjáreigendafélag Akraness - lagfæringar í beitarhólfi

1902126

Fjáreigendafélag Akraness fer þess á leit við Akraneskaupstað að fá aðstoð við endurnýjun og viðhald á ræsum, brúm og skurðum sem eru á beitarlöndum sem þeir hafa til umráða.
Skipulags- og umhverfisráð felur umhverfisstjóra að koma til móts við umleitanir Fjáreigendafélags Akraness eins og aðstæður leyfa.

7.Akranes ferja - flóasiglingar 2019

1812094

Kynning á verkefninu.
Sigríður Steinunn Jónsdóttir verkefnastjóri fór yfir greinagerð varðandi ferjusiglingar milli Akraness og Reykjavíkur 2017. Ráðið leggur áherslu á að nú þegar sé farið að vinna undirbúningsvinnu til að tryggja sem best möguleika á því að ferjusiglingar geti hafist að nýju árið 2020. Horft verið m.a. til fyrri lærdóms í því tilliti sbr. greinargerð verkefnisstjóra.

Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri tók sæti að nýju undir þessum fundarlið.

8.Flóahverfi - framkvæmdir

1903009

Umhverfisstjóri fóru yfir fyrirhugaðar framkvæmdir í Flóahverfi. Skipulags- og umhverfisráð felur sviðsstjóra að hefja undirbúning framkvæmda í hverfinu 2019, er taka til bundins slitlags og undirbúnings að stígagerð að því.

Fundi slitið - kl. 14:25.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00