Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

107. fundur 18. mars 2019 kl. 08:15 - 10:15 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ragnar B. Sæmundsson formaður
  • Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir varaformaður
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Dagskrá

1.Viðhald fasteigna Akraneskaupstaðar 2018

1804106

Verðkönnun vegna breytinga á gluggum í Grundaskóla.
Þrjú eftirfarandi tilboð bárust:
SF smiðir ehf. 6.675.500
Hallamál ehf. 5.352.613
GS Import ehf. 5.974.500
Kostnaðaráætlun 5.496.975
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að taka tilboði Hallamáls ehf. í verkið.

2.Grundaskóli - færanleg skólastofa

1903185

Karl J. Haagensen fór yfir kosti á viðhaldi eða endurnýjun á viðhaldi á færanlegri skólastofu 0101.
Skipulags- og umhverfisráð vísar erindinu til bæjarráðs.

3.Faxabraut 3 - leiga / sala á húsnæði

1902178

Skipulags- og umhverfissvið leggur til við bæjarráð að eignarými kaupstaðarins á Faxabraut 3, verði sett á söluskrá.

4.Dalbrautarreitur

1903168

Lagfæring á gögnum.
Skipulagsráðgjafi lagði fram lagfæringar á greinargerð sem gerð var vegna skipulags fyrir Dalbrautreit og samþykkt var í B-deild stjórnartíðinda 30.11.2017.

Lagfæringar felast í eftirfarandi:
Tafla 2, í kafla 3.5.3 er að mati Skipulags- og umhverfisráðs einungis til viðmiðunar varðandi lágmarksfjölda íbúða.

Í töflu 5, undir kafla 3.7 er misritun á fjölda bílastæða í kjallara við Dalbraut 4. Í stað 45 stæða á að standa 35 stæði.

Skipulags- og umhverfiráð tekur undir ofangreindar lagfæringar/skilning og skal það álit haft til hliðsjónar við veitingu byggingarleyfa á lóðum viðkomandi skipulags á Dalbrautareit.

5.Sementsverksmiðja - samningur um niðurrif

1711014

Lárus Ársælsson verkfræðingur frá Mannviti fór yfir öryggisáætlun varðandi niðurfellingu á Sementstrompi. Jafnframt var farið yfir möguleika á að fjarlægja veggi við sandgryfju.

Skipulags- og umhverfisráð þakkar Lárusi Ársælssyni kynningu á öryggisáætlun varðandi niðurfellngu Sementsstromps.

Varðandi möguleika á að fjarlægja veggi við sandgryfju er sviðsstjóra falið að vinna málið frekar.

6.Deiliskipulag Skógahverfi 2. áfangi - Baugalundur 6

1901367

Erindið var grenndarkynnt frá 7. mars til 4. apríl 2019, fyrir lóðarhöfum við Blómalund 1 og 3, og við Baugalund 1, 3, 4 og 8. Lóðarhafi á Baugalundi 8 skilaði inn lóðinni, aðrir hafa sent inn tölvupósta um að þeir geri ekki athugasemd við breytinguna. Lóðarhafi á Baugalundi 8 skilaði inn lóðinni.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku birt í B-deild Stjórnartíðinda.

7.Aðalskipulag Skógarhverfi - breyting

1901203

Árni Ólafsson skipulagshönnuður fór yfir drög að breytingum á aðalskipulagi Skógarhverfis 3. áfanga.

8.Deiliskipulag Skógarhverfi 3. áfangi

1811123

Árni Ólafsson skipulagshönnuður fór yfir drög að breytingum á deiliskipulagi Skógarhverfis 3. áfanga.

9.Deiliskipulag Æðarodda - breyting vegna reiðskemmu

1805150

Haldinn var kynningarfundur / opið hús fimmtudaginn 14. mars s.l., einn aðili mætti.
Breyting á deiliskipulagi Æðarodda felst m.a. í að skilgreina nýja lóð undir reiðskemmu. Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr.123/2010.

10.Sunnubraut 17 viðbygging - umsókn um byggingarleyfi

1811010

Umsókn um viðbyggingu sem felst í að byggja eina hæð ofan á bílskúr sem byggður var 2004. Samþykki meðeigandi fylgir með. Nýtingarhlutfall lóðarinnar er 0,43 eftir breytingu væri nh. 0,47. Heimilt nýtingarhlutfall skv. greinargerð deiliskipulags Arnardalsreits er 0,55.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að fram fari grenndarkynning á breytingunni skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir lóðarhöfum við Sunnubraut 14, 15, 16, 18, 19, 20, 21, 22 og 24, Skagabraut 2, 4, 6 og 8, Kirkjubraut 32 og Merkigerði 21.

Fundi slitið - kl. 10:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00