Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

109. fundur 01. apríl 2019 kl. 08:15 - 11:15 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ragnar B. Sæmundsson formaður
  • Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir varaformaður
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
  • Sindri Birgisson umhverfisstjóri
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Dagskrá

1.Aðalskipulag - Tjaldsvæði í Kalmansvík

1607032

Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði send umsagnaraðilum og auglýst til kynningar samkv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagslýsing tekur til breytinga á aðalskipulagi jafnframt því sem kynnt eru áform um deiliskipulag tjaldsvæðis við Kalmansvík.

Fyrri skipulagslýsing sem kynnt var í september 2016 fellur úr gildi með kynningu nýrrar lýsingar.

2.Lækjaflói 1 - fyrirspurn um frágang byggingarsvæðis í Flóahverfi

1902054

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að tímasetning framkvæmda við Lækjarflóa verði með eftirfarandi hætti:

Malbikað verið frá gatnamótum við Akrafjallsveg og út að Lækjarflóa 1 (botnlangi meðtalin á árinu 2019. Kostnaður er áætlaður um 40 til 50 millj.kr. sem er innan fjárfestinga- og framkvæmdaáætlunar 2019.

Hafin verði undirbúningur að 3 metra breiðum göngu- og hjólastíg á árinu 2019 að Flóahverfi, sem er innan fjárfestinga- og framkvæmdaáætlunar 2019.

Verkþættir við stíg eftir 2019:
Malarlag 30 millj.kr. klárað 2020, byrjað 2019.
Malbik 20 millj.kr. klárað 2021
Lýsing 15 millj.kr. klárað 2022
Þver.þjóðv 35 millj.kr. fer eftir samkomulagi við Vegagerð.

3.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2019-2022

1810140

Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2019.
Sviðsstjóri fór yfir fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2019.

4.Skipulagsmál - ferill og staða

1902159

Farið var yfir skjal sem sýnir stöðu þeirra skipulagsmála sem eru í gangi hjá Akraneskaupstað.

5.Aðalskipulag - Grenjar - breyting vegna Bakkatún 30-32

1809059

Breyting á aðalskipulagi Grenja hafnarsv.H3, vegna Bakkatúns 30-32 sem var auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdafrestur var til 27. mars 2019.
Engin breyting er gerð á almennum texta greinargerðar. Breytingin felst í nánari skilgreiningu á þeirri starfsemi sem heimil verður á hafnarsvæði H3.

Núverandi skipulagsákvæði er eftirfarandi:
"Uppbygging skv. deiliskipulagi"

Skipulagsákvæði verður eftir breytingu:
"Á svæðinu er gert ráð fyrir skipasmíði, skipaviðgerðum, hafsækinni starfsemi, iðnaðarframleiðslu og þjónustu við sjávarútveg, fiskiðnað og annan matvælaiðnað".

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt sbr. 32.gr. skipulagslaga nr.123/2010 og send Skipulagsstofnun til staðfestingar.

6.Deiliskipulag Grenja hafnarsv. H3 - vegna Bakkatúns 30-32

1809055

Breyting á deiliskipulagi Grenja hafnarsv.H3, vegna Bakkatúns 30-32 sem var auglýst skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdafrestur var til 27.mars 2019.
Breytingar felast í því að skilgreindur er nýr byggingareitur fyrir viðbyggingu til suðvesturs frá núverandi byggingu við Bakkatún 30-32. Nýtingarhlutfall eykst úr 0.35 í 0.5. Þessu til viðbótar er svæði við Bakkatún 30 sem er skilgreint fyrir geymslugáma og brotmálma fært til norðausturs að gafli núverandi byggingar. Skilgreiningu svæðisins er breytt í að vera einnig svæði fyrir forðageymslu fyrir gas.

Engin athugasemd barst.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun til yfirferðar og auglýsing um gildistöku hennar birt í B-deild Stjórnartíðinda.

7.Keilufélag Akraness - rekstrarsamningur 2018

1801090

Gerður Jóhannsdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Fyrirspurn um lagfæringar á húsnæði keilufélagsins og endurnýjun brauta.
Skipulags- og umhverfisráð óskar eftir kostnaðaráætlun frá Skipulags- og umhverfissviði, varðandi lagfæringar á húsnæði fyrir KFA í íþróttahúsinu við Vesturgötu sbr. þarfagreiningu þar að lútandi. Þegar kostnaðaráætlun liggur fyrir varðandi lagfæringar á húsnæði verður erindið tekið inn að nýju ásamt ósk KFA um endurnýjun brauta.

8.Langisandur, Guðlaug, Sólmundarhöfði - Útivistarsvæði, hönnun, skipulag og framkvæmdir

1903467

Skipulags- og umhverfisráð leggur til að hafin verði vinna við heildarskipulag á svæðinu.

Fundi slitið - kl. 11:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00