Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
1.Aðalskipulag - Tjaldsvæði í Kalmansvík
1607032
2.Lækjaflói 1 - fyrirspurn um frágang byggingarsvæðis í Flóahverfi
1902054
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að tímasetning framkvæmda við Lækjarflóa verði með eftirfarandi hætti:
Malbikað verið frá gatnamótum við Akrafjallsveg og út að Lækjarflóa 1 (botnlangi meðtalin á árinu 2019. Kostnaður er áætlaður um 40 til 50 millj.kr. sem er innan fjárfestinga- og framkvæmdaáætlunar 2019.
Hafin verði undirbúningur að 3 metra breiðum göngu- og hjólastíg á árinu 2019 að Flóahverfi, sem er innan fjárfestinga- og framkvæmdaáætlunar 2019.
Verkþættir við stíg eftir 2019:
Malarlag 30 millj.kr. klárað 2020, byrjað 2019.
Malbik 20 millj.kr. klárað 2021
Lýsing 15 millj.kr. klárað 2022
Þver.þjóðv 35 millj.kr. fer eftir samkomulagi við Vegagerð.
Malbikað verið frá gatnamótum við Akrafjallsveg og út að Lækjarflóa 1 (botnlangi meðtalin á árinu 2019. Kostnaður er áætlaður um 40 til 50 millj.kr. sem er innan fjárfestinga- og framkvæmdaáætlunar 2019.
Hafin verði undirbúningur að 3 metra breiðum göngu- og hjólastíg á árinu 2019 að Flóahverfi, sem er innan fjárfestinga- og framkvæmdaáætlunar 2019.
Verkþættir við stíg eftir 2019:
Malarlag 30 millj.kr. klárað 2020, byrjað 2019.
Malbik 20 millj.kr. klárað 2021
Lýsing 15 millj.kr. klárað 2022
Þver.þjóðv 35 millj.kr. fer eftir samkomulagi við Vegagerð.
3.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2019-2022
1810140
Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2019.
Sviðsstjóri fór yfir fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2019.
4.Skipulagsmál - ferill og staða
1902159
Farið var yfir skjal sem sýnir stöðu þeirra skipulagsmála sem eru í gangi hjá Akraneskaupstað.
5.Aðalskipulag - Grenjar - breyting vegna Bakkatún 30-32
1809059
Breyting á aðalskipulagi Grenja hafnarsv.H3, vegna Bakkatúns 30-32 sem var auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdafrestur var til 27. mars 2019.
Engin breyting er gerð á almennum texta greinargerðar. Breytingin felst í nánari skilgreiningu á þeirri starfsemi sem heimil verður á hafnarsvæði H3.
Núverandi skipulagsákvæði er eftirfarandi:
"Uppbygging skv. deiliskipulagi"
Skipulagsákvæði verður eftir breytingu:
"Á svæðinu er gert ráð fyrir skipasmíði, skipaviðgerðum, hafsækinni starfsemi, iðnaðarframleiðslu og þjónustu við sjávarútveg, fiskiðnað og annan matvælaiðnað".
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt sbr. 32.gr. skipulagslaga nr.123/2010 og send Skipulagsstofnun til staðfestingar.
Núverandi skipulagsákvæði er eftirfarandi:
"Uppbygging skv. deiliskipulagi"
Skipulagsákvæði verður eftir breytingu:
"Á svæðinu er gert ráð fyrir skipasmíði, skipaviðgerðum, hafsækinni starfsemi, iðnaðarframleiðslu og þjónustu við sjávarútveg, fiskiðnað og annan matvælaiðnað".
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt sbr. 32.gr. skipulagslaga nr.123/2010 og send Skipulagsstofnun til staðfestingar.
6.Deiliskipulag Grenja hafnarsv. H3 - vegna Bakkatúns 30-32
1809055
Breyting á deiliskipulagi Grenja hafnarsv.H3, vegna Bakkatúns 30-32 sem var auglýst skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdafrestur var til 27.mars 2019.
Breytingar felast í því að skilgreindur er nýr byggingareitur fyrir viðbyggingu til suðvesturs frá núverandi byggingu við Bakkatún 30-32. Nýtingarhlutfall eykst úr 0.35 í 0.5. Þessu til viðbótar er svæði við Bakkatún 30 sem er skilgreint fyrir geymslugáma og brotmálma fært til norðausturs að gafli núverandi byggingar. Skilgreiningu svæðisins er breytt í að vera einnig svæði fyrir forðageymslu fyrir gas.
Engin athugasemd barst.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun til yfirferðar og auglýsing um gildistöku hennar birt í B-deild Stjórnartíðinda.
Engin athugasemd barst.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun til yfirferðar og auglýsing um gildistöku hennar birt í B-deild Stjórnartíðinda.
7.Keilufélag Akraness - rekstrarsamningur 2018
1801090
Gerður Jóhannsdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Fyrirspurn um lagfæringar á húsnæði keilufélagsins og endurnýjun brauta.
Fyrirspurn um lagfæringar á húsnæði keilufélagsins og endurnýjun brauta.
Skipulags- og umhverfisráð óskar eftir kostnaðaráætlun frá Skipulags- og umhverfissviði, varðandi lagfæringar á húsnæði fyrir KFA í íþróttahúsinu við Vesturgötu sbr. þarfagreiningu þar að lútandi. Þegar kostnaðaráætlun liggur fyrir varðandi lagfæringar á húsnæði verður erindið tekið inn að nýju ásamt ósk KFA um endurnýjun brauta.
8.Langisandur, Guðlaug, Sólmundarhöfði - Útivistarsvæði, hönnun, skipulag og framkvæmdir
1903467
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að hafin verði vinna við heildarskipulag á svæðinu.
Fundi slitið - kl. 11:15.
Fyrri skipulagslýsing sem kynnt var í september 2016 fellur úr gildi með kynningu nýrrar lýsingar.