Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

110. fundur 15. apríl 2019 kl. 08:15 - 13:15 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ragnar B. Sæmundsson formaður
  • Ólafur Adolfsson varaformaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Dagskrá

1.Deiliskipulag Skógarhverfi 3. áfangi

1811123

Tillögur kynntar.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar Árna Ólafssyni skipulagshönnuði fyrir kynninguna og felur honum að vinna áfram að skipulagi svæðisins, í samræmi við umræður á fundinum.

2.Deiliskipulag Skógarhverfi 2. áfangi breyting

1904143

Tillaga að breytingu á Skógarhverfi 2. áfanga kynntar.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar Árna Ólafssyni skipulagshönnuði fyrir kynninguna og felur honum að vinna áfram að skipulagi svæðisins, í samræmi við umræður á fundinum.

3.Deiliskipulag Miðvogslækjarsvæði - Þjóðvegur 13 og 13A breyting

1902123

Breytingin felur í sér fjölga lóðum, eftir breytingu verða á svæðinu 5 einbýlishúsalóðir og ein lóð undir geymslu/hesthús. Grenndarkynnt var fyrir lóðarhöfum á Borgarholti, Borgarholti 2 og Þjóðvegi Einhamri 3. Grenndarkynnt var skv. 2. mgr. 44. gr. sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Grenndarkynningin fór fram frá 5. mars til 2. apríl 2019, engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku birt í B-deild Stjórnartíðinda.

4.Fyrirspurn til skipulags- og umhverfisráðs

1904135

Fyrirspurn frá hönnuðum á Asparskógum 15, 19 og 21, varðandi skipulagsskilmála.
Erindið var kynnt og verður tekið fyrir að nýju á næsta fundi ráðsins

5.Fyrirspurn um sameiningu lóða við Þjóðbraut 9

1903262

Fyrirspurn frá Festi hf./ N1 um sameiningu lóða við Þjóðbraut og Dalbraut.
Erindi frá Festi fasteignir ehf, kynnt. Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram.

6.Hleðslustöðvar

1903321

Skipulags- og umhverfisráð felur bæjarstjóra og sviðsstjóra að hefja viðræður við OR að kanna með möguleika á samkomulagi vegna uppbyggingar innviða fyrir rafbíla.

7.Gjaldskrá - gatnagerðargjöld

1904130

Málið kynnt.

8.Sementsreitur - uppbygging

1901196

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að halda eftir hluta sementsstromps til að marka fótspor þar sem strompurinn stóð. Ennfremur að hluti af brotum úr stropinum verði haldið til haga þ.a. íbúar geti sótt þau til minja um strompinn.

Að öðru leyti verði sett af stað hugmyndasamkeppni meðal íbúa um fótspor þess svæði sem strompurinn stóð á.

9.Flóahverfi - uppbygging

1904131

Rætt um uppbyggingu Flóahverfis.

Fundi slitið - kl. 13:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00