Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
1.Dalbrautarreitur - greinargerð lagfæring
1903168
2.Deiliskipulag Skógarhverfi 2. áf. rað- og parhús
1904143
Árni Ólafsson arkitekt og skipulagshönnuður fór yfir tillögu að deiliskipulagsbreytingunum.
Kynningarfundur var haldinn 9.maí. Tvær ábendingar komu fram. Skipulags- og umhverfisráð leggur til að lóðum við Akralund 8, 10, 12 og 14 verði breytt úr fjölbýlishúsalóðum í einnar til tveggja hæða par- og raðhúsalóðir.
Kynningarfundur var haldinn 9.maí. Tvær ábendingar komu fram. Skipulags- og umhverfisráð leggur til að lóðum við Akralund 8, 10, 12 og 14 verði breytt úr fjölbýlishúsalóðum í einnar til tveggja hæða par- og raðhúsalóðir.
3.Deiliskipulag Skógarhverfi 3. áfangi
1811123
Árni Ólafsson arkitekt kynnti drög að deiliskipulagi við Skógarhverfi 3. áfanga.
Árni Ólafsson víkur af fundi.
Árni Ólafsson víkur af fundi.
4.Hleðslustöðvar á Akranesi - samstarf
1905206
Tillaga að staðsetningu hleðslustöðva á Akranesi.
Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri fór yfir hugsanlegar staðsetningar á hleðslustöðvum á Akranesi. Skipulags- og umhverfisráð leggur til að horft verði til að byrja með til staðsetninga við íþróttahúsið við Vesturgötu, Jaðarsbakka og Frístundarmiðstöð.
5.Flóahverfi - uppbygging
1904131
Flóahverfi, hugmynd um að skipta reitnum niður í klasa
Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri og Sigríður Steinunn Jónsdóttir verkefnastjóri fór yfir hugmyndir að skipta reitnum niður eftir atvinnuflokkum. Sævari Frey Þráinssyni falið að vinna málið áfram.
6.Akranes ferja - flóasiglingar 2020
1812094
Staða og hugmynd að annarri útfærslu.
Sigríður Steinunn Jónsdóttir verkefnastjóri fór yfir samantekt um ferjusiglingar 2017 og ræddi framtíðarmöguleika á útfærslu á fyrirhuguðum ferjusiglingum 2020.
7.Vesturgata 130B - fimleikahús, umsókn um byggingarleyfi
1806072
Corten klæðning á íþróttahúsið.
Skipulags- og umhverfisráð felur Sigurði Páli Harðarsyni sviðsstjóra að ræða við hönnuð um frekari útfærslu.
8.Faxabraut 10 - framtíð hússins
1905275
Sigríður Steinunn Jónsdóttir verkefnastjóri fór yfir hugmyndir um framtíð hússins.
9.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2019-2022
1810140
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka við fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2019. Skipulags- og umhverfisráð vísar viðaukanum til samþykktar í bæjarráði.
Fundi slitið - kl. 10:15.
Breyting á greinargerð deiliskipulags Dalbrautarreits. Breytingin felst í að töflu 2 í kafla 3.5.3 varðandi lágmarksfjölda íbúða. Í töflu 5 undir kafla 3.7 er fjöldi bílastæða í kjallara við Dalbraut 4 breytt úr 45 stæðum í 35 stæði.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.