Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
1.Aðalskipulag Akraness M2 - breyting á miðsvæði (Akratorg, Kirkjubraut,Stillholt)
1811021
Breyting á aðalskipulagi Akraness vegna miðsvæðis M2, sem var auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdafrestur var til 26. maí 2019.
2.Deilisk. Stofnanareitur - Kirkjubraut 39
1807077
Breyting á deiliskipulagi Stofnanareits vegna Kirkjubrautar 39 var auglýst frá skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdafrestur var til 26. maí 2019.
Breytingin felst í að byggja upp verslun/hótel á lóðinni. Nýtingarhlutfall er aukið úr 0,4-0,6 í 1,56 og að byggt verði allt að fjögurra hæða hús í götulínu. Breyting á aðalskipulagi var auglýst samtímis. Engin athugasemd barst á auglýsingatíma.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun til yfirferðar og auglýsing um gildistöku hennar birt í B-deild Stjórnartíðinda.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun til yfirferðar og auglýsing um gildistöku hennar birt í B-deild Stjórnartíðinda.
3.Skrifstofuhúsnæði ÍA og aðstaða fyrir starfsmenn og kennara
1905270
Minnisblað lagt fram varðandi skrifstofuhúsnæði ÍA og aðstöðu starfsmanna og kennara. Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.
Skipulags-og umhverfisráð gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við breytingar sem lagðar eru fram varðandi skrifstofuhúsnæði ÍA og aðstöðu starfsmanna og kennara. Skipulags-og umhverfisráð vísar erindunu að öðru leyti til bæjarráðs.
4.Deiliskipulag Skógarhverfi 2. áf. rað- og parhús
1904143
Í ljósi breytinga sem gerðar hafa verið á skipulaginu í kjölfar kynningarfundar sem haldinn var 9.maí 2019 sem felast í því að að lóðum við Akralund 8, 10, 12 og 14 verði breytt úr fjölbýlishúsalóðum í einnar til tveggja hæða par- og raðhúsalóðir, leggur Skipulags- og umhverfisráð til að fyrirliggjandi breytt skipulagsgögn verði kynnt aftur á almennum fundi/opnu húsi. Í framhaldinu verður málið tekið fyrir að nýju.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst sbr. 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
5.Deiliskipulag Skógarhverfi 3. áfangi
1811123
Um er að ræða breytingu á seinni hluta deiliskipulags við Skógarhverfi 2.áfangi. Svæði sem breytingin nær til mun fá skipulagsheitið Skógarhverfi 3.áfangi. Deiliskipulagsbreytingin hefur verið kynnt í skipulagslýsingu samhliða breytingu á aðalskipulagi Skógarhverfi.
Skipulags-og umhverfisráð leggur til að fyrirliggjandi skipulagsgögn verði kynnt á almennum íbúafundi/opnu húsi. Að kynningu lokinni verði málið tekið fyrir að nýju í Skipulags-og umhverfisráði.
6.Þjóðbraut 13 - Þorpið
1905352
Lagt fram minnisblað Heiðrúnar Janusdóttir, verkefnisstjóra æskulýðs-og forvarnarmála. Skipulags- og umhverfisráð vísar minnisblaðinu til umfjöllunar í skóla- og frístundarráði. Óskað er eftir að metin verði framtíðarþörf á húsnæði undir starfsemi Þorpsins.
7.Dalbraut 4 - hönnun þjónusturýmis aldraðra.
1904230
Fimmtudaginn 23.maí voru opnuð tilboð í verkið "Hönnun á þjónustumiðstöð aldraðra"
Þrjú tilboð bárust:
Ask arkitektar kr. 7.141.600
Arkís arkitektar kr. 7.326.540
VA arkitektar kr. 5.257.600
Skipulags-og umhverfisráð felur sviðsstjóra að semja við lægstbjóðanda þ.e. VA arkitekta um verkið.
Þrjú tilboð bárust:
Ask arkitektar kr. 7.141.600
Arkís arkitektar kr. 7.326.540
VA arkitektar kr. 5.257.600
Skipulags-og umhverfisráð felur sviðsstjóra að semja við lægstbjóðanda þ.e. VA arkitekta um verkið.
8.Aðalskipulag Skógarhverfi - breyting
1901203
Skipulagslýsing hefur verið auglýst til kynningar. Jafnfram hefur verið óskað eftir áliti umsagnaraðila.
Skipulags-og umhverfisráð leggur til að fyrirliggjandi skipulagsgögn verði kynnt á almennum kynningarfundi/opnu húsi. Að því loknu verði málið tekið fyrir að nýju í Skipulags-og umhverfisráði.
9.Deiliskipulag Skógarhverfi 4.áf.
1905357
Um er að ræða breytingu á seinni hluta deiliskipulags við Skógarhverfi 1.áfangi. Svæði sem breytingin nær til mun fá skipulagsheitið Skógarhverfi 4.áfangi. Deiliskipulagsbreytingin hefur verið kynnt í skipulagslýsingu samhliða breytingu á aðalskipulagi Skógarhverfi.
Skipulags-og umhverfisráð leggur til að fyrirliggjandi skipulagsgögn verði kynnt á almennum íbúafundi/opnu húsi. Að kynningu lokinni verði málið tekið fyrir að nýju í Skipulags-og umhverfisráði.
10.Seljuskógar 2-4 Grenndarkynning
1905363
Óskað er grenndarkynningar á staðsetningu inngangs í íbúðir.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að fram fari grenndarkynning á breytingunni skv. 2. mgr. 43.gr sbr. 3. mgr.44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir lóðarhöfum á Seljuskógum 1,3,5 og 6 auk Asparskóga 4.
Fundi slitið - kl. 10:15.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt sbr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og send Skipulagsstofnun til staðfestingar.