Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
1.Fimleikahús framkvæmdir - Þekjan
1901204
Skóla- og frístundaráð leggur til að skipulags- og umhverfissvið útfæri og kostnaðarmeti að framtíðahúsnæði frístundar Brekkubæjarskóla verði á "Þekjunni", hæð fyrir ofan fimleikahús og íþróttahreyfingin fái húsnæðið sem er nú nýtt fyrir frístund. Einnig leggur ráðið áherslu á að "Þekjan" verði fjölnota svæði. Kostnaðaráætlun kynnt á fundinum.
Karl Haagensen verkefnastjóri, lagði fram kostnaðarmat að framtíðarhúsnæði frístundar í "Þekjunni", hæð fyrir ofan fimleikahús. Skipulags-og umhverfisráð felur verkefnastjóra að vinna málið áfram.
2.Grundaskóli - færanleg skólastofa
1903185
Möguleikar á fleiri kennslustofum í Grundaskóla í haust.
Karl Haagensen verkefnastjóri, lagði fram kostnaðarhugmyndir um lagfæringar á lausri kennslustofu við Grundaskóla. Skipulags- og umhverfisráð felur verkefnastjóra að vinna málið áfram.
3.Brekkubæjarskóli - breytingar/endurbætur á annari hæð
1812201
Kynning á opnun útboðs vegna vinnu við kennarastofur.
Eftirfarandi tilboð barst í verkið "Brekkubæjarskóli 2. áfangi 2019".
GS Import kr.17.237.700
Kostnaðaráætlun kr. 13.185.000
Skipulags-og umhverfisráð samþykkir að tilboð GS-Import verði tekið.
GS Import kr.17.237.700
Kostnaðaráætlun kr. 13.185.000
Skipulags-og umhverfisráð samþykkir að tilboð GS-Import verði tekið.
4.Leikskólalóðir
1905353
Minnisblað umhverfisstjóra vegna leikskólalóða.
Sindri Birgisson umhverfisstjóri, lagði fram minnisblað um málið. Skipulags- og umhverfisráð felur umhverfisstjóra að vinna málið áfram.
Fundi slitið - kl. 10:30.