Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

116. fundur 03. júní 2019 kl. 08:15 - 10:30 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ragnar B. Sæmundsson formaður
  • Ólafur Adolfsson varaformaður
  • Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Fimleikahús framkvæmdir - Þekjan

1901204

Skóla- og frístundaráð leggur til að skipulags- og umhverfissvið útfæri og kostnaðarmeti að framtíðahúsnæði frístundar Brekkubæjarskóla verði á "Þekjunni", hæð fyrir ofan fimleikahús og íþróttahreyfingin fái húsnæðið sem er nú nýtt fyrir frístund. Einnig leggur ráðið áherslu á að "Þekjan" verði fjölnota svæði. Kostnaðaráætlun kynnt á fundinum.
Karl Haagensen verkefnastjóri, lagði fram kostnaðarmat að framtíðarhúsnæði frístundar í "Þekjunni", hæð fyrir ofan fimleikahús. Skipulags-og umhverfisráð felur verkefnastjóra að vinna málið áfram.

2.Grundaskóli - færanleg skólastofa

1903185

Möguleikar á fleiri kennslustofum í Grundaskóla í haust.
Karl Haagensen verkefnastjóri, lagði fram kostnaðarhugmyndir um lagfæringar á lausri kennslustofu við Grundaskóla. Skipulags- og umhverfisráð felur verkefnastjóra að vinna málið áfram.

3.Brekkubæjarskóli - breytingar/endurbætur á annari hæð

1812201

Kynning á opnun útboðs vegna vinnu við kennarastofur.
Eftirfarandi tilboð barst í verkið "Brekkubæjarskóli 2. áfangi 2019".

GS Import kr.17.237.700
Kostnaðaráætlun kr. 13.185.000

Skipulags-og umhverfisráð samþykkir að tilboð GS-Import verði tekið.

4.Leikskólalóðir

1905353

Minnisblað umhverfisstjóra vegna leikskólalóða.
Sindri Birgisson umhverfisstjóri, lagði fram minnisblað um málið. Skipulags- og umhverfisráð felur umhverfisstjóra að vinna málið áfram.

Fundi slitið - kl. 10:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00