Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
1.Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar - málefni
1905413
Kynning á gerð brunavarnaráætlunar.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar Elísabetu Pálmadóttur verkfræðingi og Þráni Ólafssyni slökkviliðsstjóra fyrir yfirferð á drögum að brunavarnaráætlun slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar. Slökkviliðsstjóra er falið að vinna málið frekar.
2.Fimleikahús framkvæmdir
1901204
Kynning á utanhússklæðningu.
Skipulags- og umhverfisráð þakkar verkefnastjóra Karli Jóhanni Haagensen kynningu á möguleikum varðandi utanhússklæðningu á Fimleikahúsinu. Verkefnastjóra er falið að vinna málið frekar varðandi útfærslur klæðningarinnar.
3.Reiðskemma á Æðarodda - uppbygging
1711115
Fundargerðir varðandi reiðskemmu við Æðarodda lagðar fram.
4.Leikskólalóðir
1905353
Minnisblað umhverfisstjóra lagt fram með úrbóta- og kostnaðaráætlun fyrir leikskólalóðir vegna inntöku yngri barna.
Sindri Birgisson umhverfisstjóri lagði fram minnisblað um kostnað við úrbætur á leikskólalóðum vegna inntöku yngri barna. Skipulags- og umhverfisráð leggur til að minnisblað verði kynnt í skóla- og frístundaráði.
5.Deiliskipulag Æðarodda - breyting vegna reiðskemmu
1805150
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Æðarodda var auglýst frá 26. apríl t.o.m. 14. júní skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsvæðið nær til hluta lóðar sem hestamannafélagið hefur verið með til afnota. Felst breytingin m.a. í að afmörkuð er lóð fyrir reiðskemmu, norðan aðkomuleiðar að hverfinu, vegi syðst á skipulagssvæðinu er breytt til samræmis við núverandi legu.
Komið hefur ósk um að byggingareitur verði færður frá reiðleið um 2.metra frá auglýstu skipulagi. Skipulags- og umhverfisráð samþykkir þá breytingu.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun til yfirferðar og auglýsing um gildistöku hennar birt í B-deild Stjórnartíðinda.
Komið hefur ósk um að byggingareitur verði færður frá reiðleið um 2.metra frá auglýstu skipulagi. Skipulags- og umhverfisráð samþykkir þá breytingu.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun til yfirferðar og auglýsing um gildistöku hennar birt í B-deild Stjórnartíðinda.
6.Aðalskipulag Skógarhverfi - breyting
1901203
Kynningarfundur.
Kynningarfundur/opið hús var haldinn föstudaginn 14.6.2019. Lögð er fram fundargerð vegna athugsemda sem bárust á fundinum.
7.Deiliskipulag Skógarhverfi 2. áf. rað- og parhús
1904143
Kynningarfundur var haldinn 9. maí og aftur 14. júní 2019. Skipulaginu var breytt vegna ábendinga sem bárust á fundinum 9. maí 2019.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Skógarhverfis 2. áfanga vegna lóða við Fagralund og Akralund, lögð fram.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Skógarhverfis 2. áfanga vegna lóða við Fagralund og Akralund, lögð fram.
Breyting á deiliskipulagi Skógarhverfis 2. áfanga felst m.a. í að breyta einbýlishúsalóðum við Fagralund 1, 3, 5, 7 og 2, 4, 6 í tvær þriggja íbúða raðhúsalóðir og þrjár parhúsalóðir (12 íbúðir). Fjölbýlishúsalóðir við Akralund 8, 10, 12 og 14 er breytt í tvær fjögurra íbúða raðhúsalóðir (ein til tvær hæðir)og eina parhúsalóð, (ein til tvær hæðir).
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr.123/2010.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr.123/2010.
8.Deiliskipulag Skógarhverfi 3. áfangi -(3A og 3B)
1811123
Kynningarfundur.
Kynningarfundur/opið hús var haldinn föstudaginn 14.6.2019. Lögð er fram fundargerð vegna athugsemda sem bárust á fundinum.
9.Deiliskipulag Skógarhverfi 4.áf.
1905357
Kynningarfundur.
Kynningarfundur/opið hús var haldinn föstudaginn 14.6.2019. Lögð er fram fundargerð vegna athugsemda sem bárust á fundinum.
10.Deiliskipulag Skógarhverfi 2. áf. - breyting á skipulagsmörkum.
1906112
Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi Skógarhverfis 2. áfanga sem felst í að fella niður nyrsta hluta svæðissins.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að fyrirliggjandi skipulagsgögn verði kynnt á almennum íbúafundi/opnu húsi. Að kynningu lokinni verði málið tekið fyrir að nýju í Skipulags- og umhverfisráði.
11.Deiliskipulag - Garðalundur breyting
1906111
Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi Garðalundar er felst í því að hluti svæðis er tekin undir íbúðabyggð.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að fyrirliggjandi skipulagsgögn verði kynnt á almennum íbúafundi/opnu húsi. Að kynningu lokinni verði málið tekið fyrir að nýju í Skipulags- og umhverfisráði.
12.Skógarhverfi 1. áf. fjölbýlishús - breyting á greinargerð
1904135
Kynnt var breyting á greinargerð sem felst í að í kafla 3.2. Öll hús á skipulagssvæðinu eru látin standa við götu og snúa framhlið og aðalinngangi að henni. Verður eftir breytingu: Framhlið og aðalinngangur húss skal hvort heldur sem er snúa að götu eða frá henni. Ennfremur sé tryggt samræmi í hönnun húsa er varðar hliðar er snúa út að götu og sérnotafletir íbúða á jarðhæð. Grein 4.3.1, Almennt Ef byggð verða svokölluð svalagangahús skal þess gætt að svefnherbergi snúi ekki að svalagangi. Verður eftir breytingu: Ef byggð verða svokölluð svalagangahús skal þess gætt að lágmarka svefnherbergi er snúi að svalagangi. Í slíkum tilvikum skal þess gætt að slíta svalagang frá húsi í samráði við byggingafulltrúa.
Grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. sbr. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, frá 15. maí til og með 14. júní 2019.
Grenndarkynnt var fyrir lóðarhöfum við Asparskóga 6, 8, 10, 12, 14, 16, 18 og Beykiskógum 19. Engar athugasemdir bárust við breytinguna.
Grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. sbr. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, frá 15. maí til og með 14. júní 2019.
Grenndarkynnt var fyrir lóðarhöfum við Asparskóga 6, 8, 10, 12, 14, 16, 18 og Beykiskógum 19. Engar athugasemdir bárust við breytinguna.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku birt í B-deild Stjórnartíðinda.
13.Deiliskipulag Skógahverfi 1. áfangi - Asparskógar 18
1906102
Ferrum fasteignir sækja um að breyta staðsetningu á niðurkeyrslu í bílakjallara þ.e. að ekið verði inn á bílastæði milli Asparskóga 16 og 18. Sjá meðfylgjandi greinargerð.
Breytingar felast í því að breyta staðsetningu á niðurkeyrslu í bílakjallara þ.e. að ekið verði inn á bílastæði milli Asparskóga 16 og 18, bílastæðum innan lóðar er breytt, ásamt því að innkeyrsla inn á lóð verður einnig frá Viðjuskógum.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að skipulagsbreytingar við Asparskóga 18 verði grenndarkynntar lóðarhöfum við Asparskógar 16, 21 og Viðjuskógum 17, í samræmi við 2.mgr.43.gr, skipulagslaga nr.123/2010.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að skipulagsbreytingar við Asparskóga 18 verði grenndarkynntar lóðarhöfum við Asparskógar 16, 21 og Viðjuskógum 17, í samræmi við 2.mgr.43.gr, skipulagslaga nr.123/2010.
14.Ofanvatnslausnir
1906069
Lilja Filippusdóttir landslagsarkitekt sat fundinn undir þessum lið. Fjóla Jóhannsdóttir fagstjóri fráveitna og Hólmfríður Bjarnadóttir skipulagsfulltrúi hjá Veitum ohf. kynntu blágrænar ofanvatnslausnir.
15.Presthúsabraut 23 - umsókn um byggingarleyfi
1905112
Sótt er um að rífa núverandi hús og byggja nýtt hús á lóðinni. Lóðin tilheyrir deiliskipulagi Stofnanareits, ekki er gert ráð fyrir stærra húsi á lóðinni.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að fram fari grenndarkynning á breytingu á deiliskipulagi Stofnanareits þar sem skilgreindur verður byggingareitur fyrir lóðina.
Grenndarkynnt verði skv. 2. mgr. 43. gr. sbr. 2.mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir Presthúsabraut 21, 22, 24, 26, 28, 25 og Ægisbraut 15 og 17.
Grenndarkynnt verði skv. 2. mgr. 43. gr. sbr. 2.mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir Presthúsabraut 21, 22, 24, 26, 28, 25 og Ægisbraut 15 og 17.
16.Sigurfari-sjósportsfélag Akraness - aðstaða.
1906113
Skipulags- og umhverfisráð felur Sindra Birgissyni umhverfisstjóra að vinna málið áfram.
Fundi slitið - kl. 13:30.