Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
1.Skógræktarfélag Akraness 2019 - styrkir og land til skógræktar
1901194
Samningur Skógræktarfélagsins við Akraneskaupstað. Steinar Adolfsson situr fundinn undir þessum lið.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir meðfylgjandi samning.
2.Faxabraut 10 - leigusamningur
1802405
Ákvörðun um áframhaldandi not húsnæðisins að Faxabraut 10. Steinar Adolfsson situr fundinn undir þessum lið.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi framlengingu á leigusamning á um 70 fermetra rými við Faxabraut 10. Steinar Adolfsson víkur af fundi.
3.Suðurgata 121 bílgeymsluþak - grenndarkynning
1904098
Erindið var grenndarkynnt frá 20. maí til 20. júní 2019, fyrir lóðarhöfum við Suðurgötu 119, 120, 122, 124, Skagabraut 9-11, 15, 17, 19 og 21. Samþykki eigenda á Skagabraut 9-11 og Skagabraut 10 barst á tímabilinu.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt.
4.Deiliskipulag Skógarhverfi 1. áfangi - Asparskógar 23
1906135
Tölvupóstu Uppbyggingar ehf. fh. Ferrum fasteigna varðandi fjölda hæða Asparskóga 23.
Erindið lagt fram.
5.Vesturgata 103 - Umsókn um byggingarleyfi
1905311
Óskað er eftir að grenndarkynnt sé breyting á Vesturgötu 103 í samræmi við teikningar Al-hönnunar. Um er að ræða stækkun svala og kvistar á rishæð og bæta við glugga og svölum á 1. hæð.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að grenndarkynnt verði skv. 2. mgr. 43. gr. sbr. 2. mgr. 42. gr.
Grenndarkynna skal fyrir eigendum að Vesturgötu 97, 101 og 105.
Grenndarkynna skal fyrir eigendum að Vesturgötu 97, 101 og 105.
6.Skólabraut 37 - Umsókn um byggingarleyfi
1905410
Sótt er um byggingarleyfi fyrir byggingu kvists á norðurhlið og breyttum inngangi.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að grenndarkynnt verði skv. 2. mgr. 43. gr. sbr. 2. mgr. 42. gr. Grenndarkynna skal fyrir Skólabraut 35A, Kirkjubraut 1 og Heiðargerði 6.
7.Skólabraut 31 - umsókn um byggingarleyfi
1808052
Óskað er eftir að breyta notkun bílskúrs í íverými.
Skipulags- og umhverfisráð felur Stefáni Þór Steindórssyni, byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.
8.Sementsreitur - uppbygging
1901196
Skipulags-og umhverfisráð felur Sævari Frey Þráinssyni og Sigurður Páli Harðarsyni að setja af stað ferli til að ráða tímabundið verkefnisstjóra að uppbyggingu sementsreits.
Fundi slitið - kl. 10:45.