Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

119. fundur 01. júlí 2019 kl. 08:15 - 10:15 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ragnar B. Sæmundsson formaður
  • Ólafur Adolfsson varaformaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
  • Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Hafdís Sigurþórsdóttir fulltrúi
Dagskrá

1.Krókatún 3 - umsókn um byggingarleyfi

1905331

Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu og breyttu útliti einbýlishúss. Í gildi er deiliskipulag Krókatún-Deildartún frá 2009.
Í deiliskipulagi er skráð stærð hússins 175,4m², gert er ráð fyrir að húsið stækki í 187,2m², eða 11,8m². Deiliskipulagsskilmálar: Heimilt er að byggja litlar viðbyggingar utan byggingarreita allt að 12fm, í samræmi við byggingarstíl húsa þar sem aðstæður leyfa."
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að fram fari grenndarkynning á framkvæmdinni. Grenndarkynnt verði skv. 2. mgr. 43. gr. Sbr. 2. mgr. 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir eigendum að Krókatúni 1, 2, 4A, 5 og 6.

2.Kirkjubraut 17 - umsókn um byggingarleyfi

1905316

Sótt er um leyfi fyrir breytingum á útitröppum og stigapalli ásamt samnýtingu göngustígs.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að fram fari grenndarkynning á framkvæmdinni. Grenndarkynnt verði skv. 2. mgr. 43. gr. sbr. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir eigendum að Kirkjubraut 15, 19 og 21 ásamt eigendum að Akurgerði 17a.
Allur kostnaður sem hlýst af breytingunni fellur á lóðarhafa.

3.Grundaskóli - færanleg kennslustofa/skólastofa

1903185

Framkvæmdir við elstu færanlegu kennslustofuna við Grundaskóla. Kostnaðaráætlun og minnisblað.
Karl Johann Haagensen sat fundinn undir þessum lið.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að fara í viðgerð á færanlegri skólastofu við Grundaskóla. Áætlaður kostnaður er kr. 3.962.500.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að gert verði ráð fyrir ofangreindri upphæð í næsta viðauka fjárhagsáætlunar 2019.

4.Deiliskipulag Skógarhverfi 2. áf. - breyting á skipulagsmörkum.

1906112

Kynningafundur.
Kynningafundur/opið hús var haldinn föstudaginn 28. júní 2019. Lögð er fram fundargerð vegna athugasemda sem bárust á fundinum.

5.Deiliskipulag - Garðalundur breyting

1906111

Kynningafundur.
Kynningafundur/opið hús var haldinn föstudaginn 28. júní 2019. Lögð er fram fundargerð vegna athugasemda sem bárust á fundinum.

6.Fyrirspurn um sameiningu lóða við Þjóðbraut 9

1903262

Lagðar fram frumhugmyndir frá Festu fasteignir ehf, um nýtt athafnasvæði N1 á Akranesi.
Málið kynnt.

7.Vogar/ Kalmansvík 2 - leiðrétting á lóðarstærð

1810219

Upplýsingar um kaup á landi.
Erindið kynnt.

Fundi slitið - kl. 10:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00