Fara í efni  

Skipulags- og umhverfisráð

125. fundur 09. september 2019 kl. 08:15 - 11:00 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ragnar B. Sæmundsson formaður
Starfsmenn
  • Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
  • Karl Jóhann Haagensen verkefnastjóri
  • Sindri Birgisson umhverfisstjóri
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Þór Steindórsson byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Deiliskipulag Dalbrautarreits - Þjóðbraut 1

1905216

Formaður víkur vegna vanhæfis í málinu og varaformaður er forfallaður á fundinum og því sitja varamenn formanns og varaformanns fundinn, þau Karitas Jónsdóttir, varamaður Ragnar B. Sæmundssonar og Einar Brandsson, varamaður Ólafs Adolfssonar.

Karitas Jónsdóttir stýrir því fundinum undir þessum lið.


Með vísan í 41.gr. fjöleignahúsalaga kemur fram að samþykki allra eigenda
viðkomandi fjöleignahúss þurfi til þegar séreignum er fjölgað.
Ekki liggur fyrir samþykki allra eigenda hússins til breytingarinnar.
Athugasemdir bárust við grenndarkynninguna.


Karitas Jónsdóttir víkur af fundi eftir afgreiðslu málsins og Ragnar B. Sæmundsson tekur við formennsku.

2.Deiliskipulag Skógarhverfi 1. áfangi - Asparskógar 18

1906102

Gerð var ein athugasemd við grenndarkynninguna frá lóðarhöfum við Viðjuskóga 17. Fyrir liggur samkomulag milli Ferrum ehf og lóðarhafa við Viðjuskóga 17, um vegg sem gerður verður á lóðamörkum lóða við Viðjuskóga 17 og Asparskóga 18. Lóðarhafar við Viðjuskóga 17, falla því frá athugsemdum sínum að öðru leyti.


Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og send Skipulagsstofnun og auglýsing um gildistöku birt í B-deild Stjórnartíðinda.

3.Fimleikahús framkvæmdir

1901204

Skóla- og frístundaráð leggur til að skipulags- og umhverfissvið útfæri og kostnaðarmeti að framtíðahúsnæði frístundar Brekkubæjarskóla verði á "Þekjunni", hæð fyrir ofan fimleikahús og íþróttahreyfingin fái húsnæðið sem er nú nýtt fyrir frístund. Einnig leggur ráðið áherslu á að "Þekjan" verði fjölnota svæði.
Karl Haagensen verkefnastjóri fór yfir verðhugmynd Spennt ehf, verktaka við fimleikahúsið varðandi breytingar á Þekjunni. Verðhugmynd Spennt ehf er mun hærri en það kostnaðarmat sem nú liggur fyrir. Skipulags-og umhverfisráð leggur til að vísa verkefninu til fjárhagsáætlunar 2020 og ef ákveðið verður að fara i verkefnið að þá verði það boðið út.

4.Jólaskraut

1809198

Tillaga um áframhaldandi endurnýjun jólaskrauts á Akranesi á árunum 2019-2020.

Sindri Birgisson umhverfisstjóri og Sædís Alexía verkefnastjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Sindri Birgisson og Sædís Alexía Sigurmundsdóttir kynntu hugmyndir um næstu áfanga fyrir jólaskreytingar á Akranesi. Skipulags- og umhverfisráð vísar málinu til fjárhagsáætlunnar 2020 til frekari úrvinnslu.

5.Hleðslustöðvar

1903321

Reglur fyrir styrki vegna hleðslustöðva fyrir rafbíla í fjöleignarhúsum.
Málið kynnt.

Fundi slitið - kl. 11:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00