Skipulags- og umhverfisráð
Dagskrá
1.Kaldur pottur á Jaðarsbakka
1905074
Tillaga fyrir kaldan pott við Jaðarsbakkalaug.
Skipulags- og umhverfisráð vísar málinu til fjárhagsáætlunar 2020.
2.Sæti í stúku
1909275
Skipulags- og umhverfisráð vísar málinu til fjárhagsáætlunar 2020.
3.Deiliskipulag Skógarhverfi 1. áfangi - Asparskógar 18
1906102
Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir að nýtingarhlutfall (A- og B- rýma) á lóðinni verði 1,33 í stað 1,20 skv. deiliskipulagi. Aukið nýtingarhlutfall skýrist af stækkun kjallara og gerð svalaganga (B-rýma umfram það sem gert var ráð fyrir í deiliskipulagi). Byggingin er innan byggingarreits og ákvæða um hámarkshæð. Fjöldi íbúða og bílastæða er í samræmi við deiliskipulag. Breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en Akraneskaupstaðar og umsækjanda og telst því óverulegt frávik frá deiliskipulagi. Deiliskipulagsbreytingin er samþykkt skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
4.Hleðslustöðvar á Akranesi - samstarf
1905206
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi reglur um styrki til hleðslustöðva fyrir rafbíla við fjöleignarhús og vísar þeim til bæjarráðs til endanlegar samþykktar.
5.Breið - sjóvörn
1909196
Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna sjóvarna við Breiðina.
Vegagerðin sækir um framkvæmdaleyfi vegna endurbyggingar á sjóvörn við Breið. Heildarlengd 180m, grjómagn 2.000 m3 úr námu, upptekt og endurröðun 650 m3.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt vegna framkvæmdarinnar.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt vegna framkvæmdarinnar.
6.Akraneshöfn, endurbætur á aðalhafnargarði - Umsókn um framkvæmdaleyfi
1903241
Akraneshöfn aðalhafnargarður, framlenging á hafnarbakka, dýpkun hafnar, framlenging á brimvarnargarði og öldudeyfing.
Faxaflóahafnir sækja um framkvæmdaleyfi vegna eftirfarandi:
Nýr hafnarbakki (framlenging) með um 220 metra viðlegu (90 metra lenging á núverandi bakka) með um 11 metra dýpi.
Dýpkun á snúningssvæði innan hafnar. Snúningssvæði með um 120 metra þvermáli og dýpi 10 metra.
Dýpkun á snúningssvæði utan hafnarmynnis. Snúningssvæði um 180 metra þvermáli og dýpi 11 metra.
Brimvarnargarður lengdur um 60 metra.
Öldudeyfing milli aðalhafnargarðs og bátabryggju.
Skipulags-og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt, ákvæði deiliskipulags Akraneshafnar varðandi lengingu brimvarnargarðs skulu höfð til hliðsjónar við framkvæmdina.
Nýr hafnarbakki (framlenging) með um 220 metra viðlegu (90 metra lenging á núverandi bakka) með um 11 metra dýpi.
Dýpkun á snúningssvæði innan hafnar. Snúningssvæði með um 120 metra þvermáli og dýpi 10 metra.
Dýpkun á snúningssvæði utan hafnarmynnis. Snúningssvæði um 180 metra þvermáli og dýpi 11 metra.
Brimvarnargarður lengdur um 60 metra.
Öldudeyfing milli aðalhafnargarðs og bátabryggju.
Skipulags-og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt, ákvæði deiliskipulags Akraneshafnar varðandi lengingu brimvarnargarðs skulu höfð til hliðsjónar við framkvæmdina.
7.Vesturgata 133 - Fyrirspurn til byggingarfulltrúa
1903049
Óskað er eftir leyfi til að gera nýja innkeyslu á lóð til viðbótar við þá sem fyrir er.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að ganga frá málinu. Bent er á að allur kostnaður sem fellur til vegna breytingarinnar, fellur á umsækjanda.
8.Suðurgata 107 - umsókn um byggingarleyfi
1909037
Sótt er um leyfi fyrir stækkun (viðbygging) á 2. hæð fjölbýlishússins við Suðurgötu 107, Akranesi. Stækkunin felst í því að byggja sólstofu yfir hluta af svölum 2. hæðar. Heimilt nýtingarhlutfall skv. deiliskipulagi er 0,5.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að fram fari grenndarkynning á breytingunni skv. 2. mgr. 43. gr. sbr. 3. mgr.44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir fasteignaeigendum að Suðurgötu 103, Sunnubraut 14, 16 og 18.
9.Kirkjubraut 53 - lóðarleigusamningur endurnýjun
1807120
Beiðni um endurnýjun lóðarleigusamnings.
Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi lóðarleigusamning.
10.Fjárhagsáætlun - viðauki
1909276
Viðauki við fjárhagsáætlun september 2019.
Skipulags-og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka á fjárfestinga-og framkvæmdaáætlun 2020 og vísar honum til bæjarráðs.
Fundi slitið - kl. 10:30.